„Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 20:17 Magnús Tumi er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Öflugusta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Prófessor í jarðeðlisfræði segir skjálftahrinuna óvanalega. „Þetta er stærsta skjálftahrina sem að við höfum séð í Bárðarbungu síðan í öskjusiginu fyrir 10 árum. Við höfum bara séð svona atburð sem líkist þessu tvisvar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hin tvö skiptin voru annars vegar árið 1996 sem endaði í jökulhlaupi og hins vegar árið 2014 þegar eldgos var í Holuhrauni. Þar af leiðandi varð um 65 metra öskjusig í Bárðarbungu. „Það segir okkur hins vegar ekki að við eigum að slá því föstu að eitthvað svoleiðis sé að fara gerast. Við getum ekki slegið neinu föstu um það en þetta er óvanalegt,“ segir Magnús Tumi. Stöðugt landris „Það getur vel verið að þetta sé búið. Það getur líka farið af stað meiri atburðarás en það sem við höfum séð eftir að askjan seig fyrir tíu árum. Þá byrjaði hún að rísa aftur og það hefur verið þarna landris stöðugt og á síðasta ári hefur hert á því,“ segir hann. Mælingar sýna þá að askjan sem seig í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú lyfst um 25 metra á tíu árum. „Þetta er mjög sérstakt og í raun og veru atburðirnir, við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum,“ segir Magnús Tumi. Hann tekur Havaí-eyjur sem dæmi en þar var öskusig fyrir sjö árum og fylltist askjan af hrauni. Í Bárðarbungu er hins vegar askjan að lyftast þar sem kvika er að troðast undir hana. „Þetta er mesti kvikuatburður sem að við höfum séð núna. Þetta er miklu stærra en það sem við erum að horfa á á Reykjanesskaganum til dæmis,“ segir hann. „Hver framvindan verður það vitum við ekki, það er óvissa og við verðum bara að taka hlutunum þannig.“ Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
„Þetta er stærsta skjálftahrina sem að við höfum séð í Bárðarbungu síðan í öskjusiginu fyrir 10 árum. Við höfum bara séð svona atburð sem líkist þessu tvisvar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hin tvö skiptin voru annars vegar árið 1996 sem endaði í jökulhlaupi og hins vegar árið 2014 þegar eldgos var í Holuhrauni. Þar af leiðandi varð um 65 metra öskjusig í Bárðarbungu. „Það segir okkur hins vegar ekki að við eigum að slá því föstu að eitthvað svoleiðis sé að fara gerast. Við getum ekki slegið neinu föstu um það en þetta er óvanalegt,“ segir Magnús Tumi. Stöðugt landris „Það getur vel verið að þetta sé búið. Það getur líka farið af stað meiri atburðarás en það sem við höfum séð eftir að askjan seig fyrir tíu árum. Þá byrjaði hún að rísa aftur og það hefur verið þarna landris stöðugt og á síðasta ári hefur hert á því,“ segir hann. Mælingar sýna þá að askjan sem seig í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú lyfst um 25 metra á tíu árum. „Þetta er mjög sérstakt og í raun og veru atburðirnir, við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum,“ segir Magnús Tumi. Hann tekur Havaí-eyjur sem dæmi en þar var öskusig fyrir sjö árum og fylltist askjan af hrauni. Í Bárðarbungu er hins vegar askjan að lyftast þar sem kvika er að troðast undir hana. „Þetta er mesti kvikuatburður sem að við höfum séð núna. Þetta er miklu stærra en það sem við erum að horfa á á Reykjanesskaganum til dæmis,“ segir hann. „Hver framvindan verður það vitum við ekki, það er óvissa og við verðum bara að taka hlutunum þannig.“
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira