Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 19:41 Einstaklingur sem þóttist vera Brad Pitt fékk konu til að greiða sér tugi milljóna króna. Getty/gilbert flores Fjársvikar þóttist vera Brad Pitt í rúmlega ár til að svíkja konu um tugi milljóna. Konan hélt að hún væri að greiða fyrir krabbameinsmeðferð leikarans. Viðtal við hana hefur fengið mikla neikvæða athygli á netinu. Anne, 53 ára franskur innanhúshönnuður, hafði átt í samskiptum við aðila sem þóttist vera Pitt í um eitt og hálft ár. Þau byrjuðu fyrst að tala saman eftir að einstaklingur sem þóttist vera móðir leikarans hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Hún átti að hafa sagt Anne hvað þau myndu passa vel saman sem par. Eftir að hafa átt í samskiptum við móðurina hafði aðili sem þóttist vera Brad Pitt haft samband við hana á samfélagsmiðlinum. Einstaklingurinn notaði falska aðganga á samfélagsmiðlum og ljósmyndir búnar til af gervigreind. „Ég spyr mig af hverju þau völdu að valda svona skaða,“ sagði Anne í viðtali en greint er frá á fjölmiðlinum France24. „Ég hef aldrei skaðað neinn. Þessi einstaklingar eiga heima í helvíti.“ Aðilinn sem þóttist vera Pitt bað hana síðan um fjárhagsaðstoð þar sem að hann væri kominn með krabbamein í nýra. Hann hefði ekki aðgang að bankareikningnum sínum þar sem hann hafði verið fyrstur út af skilnaði sínum við Angelina Jolie. Anne trúði því að þau væru ástfangin og greiddi því fjársvikaranum rúmlega 120 milljónir íslenskra króna til að borga fyrir meðferðina. Það var ekki fyrr en hún sá ljósmynd af Brad Pitt og maka hans Ines de Ramon að hún gerði sér grein fyrir því að um fjársvik væri að ræða. Mikið af neikvæðum athugasemdum Anne fór í viðtal vegna málsins sem uppskar mikla neikvæða umfjöllun á netinu. Margir gerðu grín af henni en sem dæmi birti samfélagsmiðlareikningur Netflix í Frakklandi auglýsingu þar sem stóð „fjórar kvikmyndir til að sjá með Brad Pitt (í alvörunni) frítt.“ Aðrir hafa gagnrýnt TF1 sem tóku og birtu viðtalið fyrir að vernda ekki einstakling sem gerði sér ef til vill ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita viðtal. Fram kom að á þeim tíma sem viðtalið var tekið hafi Anne verið með mjög þunglynd. Frakkland Samfélagsmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Anne, 53 ára franskur innanhúshönnuður, hafði átt í samskiptum við aðila sem þóttist vera Pitt í um eitt og hálft ár. Þau byrjuðu fyrst að tala saman eftir að einstaklingur sem þóttist vera móðir leikarans hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Hún átti að hafa sagt Anne hvað þau myndu passa vel saman sem par. Eftir að hafa átt í samskiptum við móðurina hafði aðili sem þóttist vera Brad Pitt haft samband við hana á samfélagsmiðlinum. Einstaklingurinn notaði falska aðganga á samfélagsmiðlum og ljósmyndir búnar til af gervigreind. „Ég spyr mig af hverju þau völdu að valda svona skaða,“ sagði Anne í viðtali en greint er frá á fjölmiðlinum France24. „Ég hef aldrei skaðað neinn. Þessi einstaklingar eiga heima í helvíti.“ Aðilinn sem þóttist vera Pitt bað hana síðan um fjárhagsaðstoð þar sem að hann væri kominn með krabbamein í nýra. Hann hefði ekki aðgang að bankareikningnum sínum þar sem hann hafði verið fyrstur út af skilnaði sínum við Angelina Jolie. Anne trúði því að þau væru ástfangin og greiddi því fjársvikaranum rúmlega 120 milljónir íslenskra króna til að borga fyrir meðferðina. Það var ekki fyrr en hún sá ljósmynd af Brad Pitt og maka hans Ines de Ramon að hún gerði sér grein fyrir því að um fjársvik væri að ræða. Mikið af neikvæðum athugasemdum Anne fór í viðtal vegna málsins sem uppskar mikla neikvæða umfjöllun á netinu. Margir gerðu grín af henni en sem dæmi birti samfélagsmiðlareikningur Netflix í Frakklandi auglýsingu þar sem stóð „fjórar kvikmyndir til að sjá með Brad Pitt (í alvörunni) frítt.“ Aðrir hafa gagnrýnt TF1 sem tóku og birtu viðtalið fyrir að vernda ekki einstakling sem gerði sér ef til vill ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita viðtal. Fram kom að á þeim tíma sem viðtalið var tekið hafi Anne verið með mjög þunglynd.
Frakkland Samfélagsmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira