Íslenskir fjárfestar koma að fjármögnun á skráðu norsku líftæknifyrirtæki

Hópur íslenskra einkafjárfesta kemur að fjármögnun á Arctic Bioscience, skráð á hlutabréfamarkað í Noregi, með kaupum á breytanlegum skuldabréfum en líftæknifyrirtækið hefur sótt sér jafnvirði samtals hundruð milljóna íslenskra króna frá núverandi hluthöfum og nýjum fjárfestum. Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað skarpt á markaði eftir að fjármögnunin var tryggð.