Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 11:01 Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir fylgdust með þegar glóandi hraun rann inn í götuna þeirra í Grindavík, í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport/Grindavík Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík er meðal annars farið yfir daginn örlagaríka fyrir sléttu ári síðan, þegar hraun rann inn í bæinn. Guðríður Hanna Sigurðardóttir og Morten Szmiedowicz voru á meðal þeirra sem sáu húsið sitt verða hrauninu að bráð í beinni sjónvarpsútsendingu. Þann 14. janúar fyrir ári síðan opnaðist sprunga við Grindavík, fyrir innan varnargarðinn sem verið var að reisa. Áhrifaríkar lýsingar Grindvíkinga og annarra á því sem gerðist má sjá í nýjasta þætti Grindavíkur-seríunnar, sem finna má meðal annars á Stöð 2+. Um leið og þetta nýja eldgos hófst, 14. janúar, var öllum sem dvöldu í Grindavík komið í burtu og auk þess tókst með naumindum að forða dýrum vinnutækjum af vettvangi, sem notuð höfðu verið til að reisa varnargarðinn nærri Grindavík. „Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft“ „Ég veit að það var það mikill hiti á tækjunum að það var rúða þarna í jarðýtu sem var nánast bráðnuð af hita. Það er eins gott að öll tæki fóru í gang og menn komust í burtu. Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns og Margeirs. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Þegar hraun flæddi inn í bæinn Sprunga opnaðist fyrir innan varnargarðinn og hraun rann inn í Grindavík. „Þetta er GALIÐ. Það er galið að sitja við sjónvarp og horfa á eldgos renna inn í bæinn manns,“ segir körfuboltaþjálfarinn Bryndís Gunnlaugsdóttir. „Labbaði bara út og horfði ekkert meira“ Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir voru íbúar í Efrahópi 18 og gleyma sjálfsagt aldrei 14. janúar 2024: „Við vorum í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins [14. janúar]. Ég vakna klukkan þrjú um nóttina, við grípum það sem við erum með, og keyrum inn í Reykjavík. Við förum til vinafólks okkar, því við vorum að fara á pílumót. Á þessu móti var risaskjár og þessu var bara varpað á skjáinn. Maður horfði bara á eldgosið koma nær og nær og nær,“ segir Hanna. „Svo allt í einu í hádeginu er búið að kvikna í húsunum við húsið okkar. Svo bara hægt og rólega dreifir þetta úr sér, og ég man þannig séð ekki mikið meira eftir það. Maður labbaði í gegnum hópinn og það var fullt af fólki að leggja höndina á mann [klappa á öxlina] en ég man ekkert hverjir það voru eða hvað þau sögðu. Ég labbaði bara út og horfði ekkert meira,“ segir Hanna en hægt er að sjá allan þáttinn á á Stöð 2+ á vefnum sjonvarp.stod2.is eða í sjónvarpi. UMF Grindavík Grindavík Grindavík (þættir) Tengdar fréttir „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02 „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Þann 14. janúar fyrir ári síðan opnaðist sprunga við Grindavík, fyrir innan varnargarðinn sem verið var að reisa. Áhrifaríkar lýsingar Grindvíkinga og annarra á því sem gerðist má sjá í nýjasta þætti Grindavíkur-seríunnar, sem finna má meðal annars á Stöð 2+. Um leið og þetta nýja eldgos hófst, 14. janúar, var öllum sem dvöldu í Grindavík komið í burtu og auk þess tókst með naumindum að forða dýrum vinnutækjum af vettvangi, sem notuð höfðu verið til að reisa varnargarðinn nærri Grindavík. „Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft“ „Ég veit að það var það mikill hiti á tækjunum að það var rúða þarna í jarðýtu sem var nánast bráðnuð af hita. Það er eins gott að öll tæki fóru í gang og menn komust í burtu. Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns og Margeirs. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Þegar hraun flæddi inn í bæinn Sprunga opnaðist fyrir innan varnargarðinn og hraun rann inn í Grindavík. „Þetta er GALIÐ. Það er galið að sitja við sjónvarp og horfa á eldgos renna inn í bæinn manns,“ segir körfuboltaþjálfarinn Bryndís Gunnlaugsdóttir. „Labbaði bara út og horfði ekkert meira“ Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir voru íbúar í Efrahópi 18 og gleyma sjálfsagt aldrei 14. janúar 2024: „Við vorum í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins [14. janúar]. Ég vakna klukkan þrjú um nóttina, við grípum það sem við erum með, og keyrum inn í Reykjavík. Við förum til vinafólks okkar, því við vorum að fara á pílumót. Á þessu móti var risaskjár og þessu var bara varpað á skjáinn. Maður horfði bara á eldgosið koma nær og nær og nær,“ segir Hanna. „Svo allt í einu í hádeginu er búið að kvikna í húsunum við húsið okkar. Svo bara hægt og rólega dreifir þetta úr sér, og ég man þannig séð ekki mikið meira eftir það. Maður labbaði í gegnum hópinn og það var fullt af fólki að leggja höndina á mann [klappa á öxlina] en ég man ekkert hverjir það voru eða hvað þau sögðu. Ég labbaði bara út og horfði ekkert meira,“ segir Hanna en hægt er að sjá allan þáttinn á á Stöð 2+ á vefnum sjonvarp.stod2.is eða í sjónvarpi.
UMF Grindavík Grindavík Grindavík (þættir) Tengdar fréttir „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02 „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02
„Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01