Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 11:01 Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir fylgdust með þegar glóandi hraun rann inn í götuna þeirra í Grindavík, í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport/Grindavík Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík er meðal annars farið yfir daginn örlagaríka fyrir sléttu ári síðan, þegar hraun rann inn í bæinn. Guðríður Hanna Sigurðardóttir og Morten Szmiedowicz voru á meðal þeirra sem sáu húsið sitt verða hrauninu að bráð í beinni sjónvarpsútsendingu. Þann 14. janúar fyrir ári síðan opnaðist sprunga við Grindavík, fyrir innan varnargarðinn sem verið var að reisa. Áhrifaríkar lýsingar Grindvíkinga og annarra á því sem gerðist má sjá í nýjasta þætti Grindavíkur-seríunnar, sem finna má meðal annars á Stöð 2+. Um leið og þetta nýja eldgos hófst, 14. janúar, var öllum sem dvöldu í Grindavík komið í burtu og auk þess tókst með naumindum að forða dýrum vinnutækjum af vettvangi, sem notuð höfðu verið til að reisa varnargarðinn nærri Grindavík. „Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft“ „Ég veit að það var það mikill hiti á tækjunum að það var rúða þarna í jarðýtu sem var nánast bráðnuð af hita. Það er eins gott að öll tæki fóru í gang og menn komust í burtu. Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns og Margeirs. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Þegar hraun flæddi inn í bæinn Sprunga opnaðist fyrir innan varnargarðinn og hraun rann inn í Grindavík. „Þetta er GALIÐ. Það er galið að sitja við sjónvarp og horfa á eldgos renna inn í bæinn manns,“ segir körfuboltaþjálfarinn Bryndís Gunnlaugsdóttir. „Labbaði bara út og horfði ekkert meira“ Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir voru íbúar í Efrahópi 18 og gleyma sjálfsagt aldrei 14. janúar 2024: „Við vorum í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins [14. janúar]. Ég vakna klukkan þrjú um nóttina, við grípum það sem við erum með, og keyrum inn í Reykjavík. Við förum til vinafólks okkar, því við vorum að fara á pílumót. Á þessu móti var risaskjár og þessu var bara varpað á skjáinn. Maður horfði bara á eldgosið koma nær og nær og nær,“ segir Hanna. „Svo allt í einu í hádeginu er búið að kvikna í húsunum við húsið okkar. Svo bara hægt og rólega dreifir þetta úr sér, og ég man þannig séð ekki mikið meira eftir það. Maður labbaði í gegnum hópinn og það var fullt af fólki að leggja höndina á mann [klappa á öxlina] en ég man ekkert hverjir það voru eða hvað þau sögðu. Ég labbaði bara út og horfði ekkert meira,“ segir Hanna en hægt er að sjá allan þáttinn á á Stöð 2+ á vefnum sjonvarp.stod2.is eða í sjónvarpi. UMF Grindavík Grindavík Grindavík (þættir) Tengdar fréttir „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02 „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Þann 14. janúar fyrir ári síðan opnaðist sprunga við Grindavík, fyrir innan varnargarðinn sem verið var að reisa. Áhrifaríkar lýsingar Grindvíkinga og annarra á því sem gerðist má sjá í nýjasta þætti Grindavíkur-seríunnar, sem finna má meðal annars á Stöð 2+. Um leið og þetta nýja eldgos hófst, 14. janúar, var öllum sem dvöldu í Grindavík komið í burtu og auk þess tókst með naumindum að forða dýrum vinnutækjum af vettvangi, sem notuð höfðu verið til að reisa varnargarðinn nærri Grindavík. „Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft“ „Ég veit að það var það mikill hiti á tækjunum að það var rúða þarna í jarðýtu sem var nánast bráðnuð af hita. Það er eins gott að öll tæki fóru í gang og menn komust í burtu. Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns og Margeirs. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Þegar hraun flæddi inn í bæinn Sprunga opnaðist fyrir innan varnargarðinn og hraun rann inn í Grindavík. „Þetta er GALIÐ. Það er galið að sitja við sjónvarp og horfa á eldgos renna inn í bæinn manns,“ segir körfuboltaþjálfarinn Bryndís Gunnlaugsdóttir. „Labbaði bara út og horfði ekkert meira“ Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir voru íbúar í Efrahópi 18 og gleyma sjálfsagt aldrei 14. janúar 2024: „Við vorum í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins [14. janúar]. Ég vakna klukkan þrjú um nóttina, við grípum það sem við erum með, og keyrum inn í Reykjavík. Við förum til vinafólks okkar, því við vorum að fara á pílumót. Á þessu móti var risaskjár og þessu var bara varpað á skjáinn. Maður horfði bara á eldgosið koma nær og nær og nær,“ segir Hanna. „Svo allt í einu í hádeginu er búið að kvikna í húsunum við húsið okkar. Svo bara hægt og rólega dreifir þetta úr sér, og ég man þannig séð ekki mikið meira eftir það. Maður labbaði í gegnum hópinn og það var fullt af fólki að leggja höndina á mann [klappa á öxlina] en ég man ekkert hverjir það voru eða hvað þau sögðu. Ég labbaði bara út og horfði ekkert meira,“ segir Hanna en hægt er að sjá allan þáttinn á á Stöð 2+ á vefnum sjonvarp.stod2.is eða í sjónvarpi.
UMF Grindavík Grindavík Grindavík (þættir) Tengdar fréttir „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02 „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02
„Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01