Körfubolti

Unnu þriðja leik­hluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endur­komu sögunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marley Washenitz og stöllur hennar í Pittsburgh komu eftirminnilega til baka gegn SMU.
Marley Washenitz og stöllur hennar í Pittsburgh komu eftirminnilega til baka gegn SMU. getty/Erica Denhoff

Þjálfari kvennaliðs Pittburgh háskólans hefur greinilega haldið einhverja rosalegustu hálfleiksræðu sem sögur fara af í leik gegn SMU í gær. Lið hans mætti allavega tvíeflt til leiks í seinni hálfleik og endaði á því að vinna góðan sigur.

Ekki blés byrlega fyrir Pittsburgh í hálfleik í leiknum gegn SMU í gær enda var liðið 31 stigi undir, 49-18.

Tony Verdi, þjálfari Pittsburgh, hefur unnið fyrir kaupinu sínu í hálfleik því Pittsburgh vann 3. leikhlutann, 28-0.

Pittsburgh hélt áfram að hamra járnið meðan það var heitt og vann 4. leikhlutann, 26-10. Liðið vann því seinni hálfleikinn, 54-10, og leikinn, 72-59. Ótrúleg úrslit miðað við það að Pittsburgh lenti mest 32 stigum undir í leiknum.

Þetta er jöfnun á stærstu endurkomu í sögu bandaríska háskólakörfuboltans. Áður hafði Texas State unnið upp jafn mikið forskot (32 stig) gegn UTSA.

„Þjálfarinn sagði í hálfleik: Við þurfum bara einn leikmann til að kveikja á okkur. Eitt atvik til að kveikja á okkur,“ sagði Marley Washenitz, leikmaður Pittsburgh, eftir leikinn. Hún skoraði fjórtán stig en 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×