Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 11:47 Eyþór Wöhler er mættur í appelsínugulu treyjuna. Fylkir Nú er orðið ljóst að Eyþór Aron Wöhler, sem lék með KR í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, verður leikmaður Fylkis næstu tvö árin. Fylkismenn kynntu Eyþór til leiks með skemmtilegu myndbandi í dag þar sem hann var sóttur heim til mömmu, nú þegar nokkuð er um liðið síðan að KR-ingar kvöddu hann. „Eyþór! Loksins einhver að koma að leika við þig,“ kallar mamman, Hafdís Hallgrímsdóttir, þegar Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður Fylkis, kemur að spyrja eftir honum. Myndbandið má sjá hér að neðan en mögulega þarf að ýta á F5 til að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by ⚽️ Knattspyrnudeild Fylkis ⚽️ (@fylkirknd) Þeir félagar spiluðu saman hjá ÍA árin 2021 og 2022 og sameina nú krafta sína á ný hjá Fylki. Þrátt fyrir að hafa ekki átt gott ár með KR í fyrra, og aðeins fengið að byrja þrjá deildarleiki eftir komuna frá Breiðabliki um vorið, átti hinn 22 ára gamli Eyþór spennandi ár í fyrra því hann er annar forsprakka hljómsveitarinnar Húbbabúbba. Í myndbandinu hér að ofan tekur Guðmundur félagi hans hins vegar skýrt fram að fótboltinn verði að vera í forgangi í sumar: „Ekkert gigg kjaftæði lengur,“ segir Guðmundur og Eyþór er fljótur að samþykkja það. Eyþór hefur leikið 76 leiki í efstu deild og skorað í þeim 15 mörk. Hann hóf ferilinn með Aftureldingu en hefur eins og fyrr segir einnig leikið með ÍA og svo með Breiðabliki, HK og KR. Hann á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. „Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum," segir Eyþór í fréttatilkynningu Fylkis. Fylkir féll niður í Lengjudeildina á síðustu leiktíð en ljóst er að félagið ætlar sér að snúa sem fyrst aftur upp í Bestu deildina. Lengjudeild karla Besta deild karla Fylkir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Fylkismenn kynntu Eyþór til leiks með skemmtilegu myndbandi í dag þar sem hann var sóttur heim til mömmu, nú þegar nokkuð er um liðið síðan að KR-ingar kvöddu hann. „Eyþór! Loksins einhver að koma að leika við þig,“ kallar mamman, Hafdís Hallgrímsdóttir, þegar Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður Fylkis, kemur að spyrja eftir honum. Myndbandið má sjá hér að neðan en mögulega þarf að ýta á F5 til að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by ⚽️ Knattspyrnudeild Fylkis ⚽️ (@fylkirknd) Þeir félagar spiluðu saman hjá ÍA árin 2021 og 2022 og sameina nú krafta sína á ný hjá Fylki. Þrátt fyrir að hafa ekki átt gott ár með KR í fyrra, og aðeins fengið að byrja þrjá deildarleiki eftir komuna frá Breiðabliki um vorið, átti hinn 22 ára gamli Eyþór spennandi ár í fyrra því hann er annar forsprakka hljómsveitarinnar Húbbabúbba. Í myndbandinu hér að ofan tekur Guðmundur félagi hans hins vegar skýrt fram að fótboltinn verði að vera í forgangi í sumar: „Ekkert gigg kjaftæði lengur,“ segir Guðmundur og Eyþór er fljótur að samþykkja það. Eyþór hefur leikið 76 leiki í efstu deild og skorað í þeim 15 mörk. Hann hóf ferilinn með Aftureldingu en hefur eins og fyrr segir einnig leikið með ÍA og svo með Breiðabliki, HK og KR. Hann á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. „Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum," segir Eyþór í fréttatilkynningu Fylkis. Fylkir féll niður í Lengjudeildina á síðustu leiktíð en ljóst er að félagið ætlar sér að snúa sem fyrst aftur upp í Bestu deildina.
Lengjudeild karla Besta deild karla Fylkir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira