Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 07:32 Kai Havertz leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir að vítaspyrna hans var varin í gær, í leiknum við Manchester United. Ólétt eiginkona hans, Sophia, fékk viðurstyggileg skilaboð eftir leikinn. Samsett/Getty/Instagram Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. Arsenal tapaði gegn Manchester United í vítaspyrnukeppni, eftir að staðan hafði verið 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Havertz fiskaði víti í venjulegum leiktíma en Altay Bayindir varði spyrnu Martins Ödegaard. Bayindir varði svo eina spyrnu í vítaspyrnukeppninni, frá Havertz, á meðan að United nýtti allar fimm spyrnur sínar og tryggði sig áfram í 32-liða úrslit. Eftir þetta fékk Sophia Havertz send viðbjóðsleg skilaboð frá nettröllum, sem hún birti svo skjáskot af á Instagram, sem meðal annars tengdust ófæddu barni þeirra hjóna. Skilaboðin sem biðu Sophiu Havertz í innhólfinu á Instagram voru vægast sagt viðbjóðsleg. Hún birti þau sjálf.Instagram@sophiaemelia „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðum. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Havertz-hjónin hafa verið saman síðan árið 2018, giftust á síðasta ári og tilkynntu í nóvember að þau ættu von á barni. Havertz hefur áður, þegar hann var leikmaður Chelsea, tjáð sig um áhrif þess á parið að hann sé áberandi fótboltastjarna. „Fótboltinn er lífið okkar. Ef að maður tapar leik þá er lífið ekkert auðvelt. Ég held að allir heima, sérstaklega kærastan mín, hafi átt erfiðar vikur að undanförnu,“ sagði Havertz á sínum tíma. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega.“ „Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta…“ Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Arsenal tapaði gegn Manchester United í vítaspyrnukeppni, eftir að staðan hafði verið 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Havertz fiskaði víti í venjulegum leiktíma en Altay Bayindir varði spyrnu Martins Ödegaard. Bayindir varði svo eina spyrnu í vítaspyrnukeppninni, frá Havertz, á meðan að United nýtti allar fimm spyrnur sínar og tryggði sig áfram í 32-liða úrslit. Eftir þetta fékk Sophia Havertz send viðbjóðsleg skilaboð frá nettröllum, sem hún birti svo skjáskot af á Instagram, sem meðal annars tengdust ófæddu barni þeirra hjóna. Skilaboðin sem biðu Sophiu Havertz í innhólfinu á Instagram voru vægast sagt viðbjóðsleg. Hún birti þau sjálf.Instagram@sophiaemelia „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðum. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Havertz-hjónin hafa verið saman síðan árið 2018, giftust á síðasta ári og tilkynntu í nóvember að þau ættu von á barni. Havertz hefur áður, þegar hann var leikmaður Chelsea, tjáð sig um áhrif þess á parið að hann sé áberandi fótboltastjarna. „Fótboltinn er lífið okkar. Ef að maður tapar leik þá er lífið ekkert auðvelt. Ég held að allir heima, sérstaklega kærastan mín, hafi átt erfiðar vikur að undanförnu,“ sagði Havertz á sínum tíma. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega.“ „Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta…“
Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira