Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2025 10:01 Derrick Henry og Lamar Jackson voru frábærir með Baltimore Ravens í deildarkeppninni og ætlar greinilega að vera það líka í úrslitakeppninni. Getty/Alex Slitz Houston Texans og Baltimore Ravens fögnuðu sigri í tveimur fyrstu leikjunum í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Houston Texans vann 32-12 sigur á Los Angeles Chargers en Baltimore Ravens vann 28-14 sigur á Pittsburgh Steelers. Ravens liðið hafði oft staðið sig vel í deildarkeppninni en jafnan lent á vegg í úrslitakeppninni. Það var ekkert slíkt á dagskrá í nótt enda liðið nú með hlauparann öfluga Derrick Henry innanborðs. Liðið komst í 21-0 og leit ekki til baka eftir það. Henry átti frábæran dag og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hljóp alls 186 jarda með boltann þar af 44 í einum rykk þegar hann skoraði seinna snertimarkið sitt. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, sem margir telja að verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, átti einnig góðan leik og gaf tvær snertimarkssendingar. Hann hrósaði Henry sérstaklega eftir leikinn. „Þetta var eins og í kvikmynd. Þið hafið séð myndina Cars. Ég horfði á hana þegar ég var lítill. Þegar Lightning McQueen var á fullri ferð og flaug á milli allra hinna bílanna. Þannig leit Derrick út í dag. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ sagði Lamar Jackson. Það eru einmitt þeir tveir sem fá marga til að trúa því að þetta sé loksins árið þar sem Lamar Jackson komist alla leið í úrslitakeppninni og losi sig við stimpilinn að vera frábær í deildarkeppni en klikka síðan alltaf í úrslitakeppni. Joe Mixon fagnar snertimarki sínu fyrir Houston Texans liðið í sigrinum á Los Angeles Chargers.Getty/Brandon Sloter Vörnin hjá Houston Texans átti mestan þátt í sigrinum á Los Angeles Chargers. Varamenn Houston komust fjórum sinnum inn í sendingar frá leikstjórnandanum Justin Herbert. Herbert hafði aðeins kastað boltanum samanlagt þrisvar sinnum frá sér í öllum sautján leikjum deildarkeppninnar en henti honum fjórum sinnum frá sér í nótt. Hann baðist líka afsökunar eftir leikinn og tók ábyrgðina á tapinu. „Ég brást liðinu. Þú getur ekki tapað boltanum svona oft og búist við því að vinna. Ég verð bara að vera betri,“ sagði Herbert niðurbrotinn eftir leikinn. Chargers komst í 6-0 í leiknum eftir tvö vallarmörk en á meðan sóknarleikur liðsins gekk illa allan leikinn þá komust Texans menn í gang með snertimarki frá útherjanum Nico Collins. Houston vörnin skoraði tvisvar sinnum eftir að hafa unnið boltann af Charges og eftir að þeir komust í 20-6 eftir slíkt snertimark var orðið ljóst að þetta væri ekki dagurinn hans Herberts. Úrslitakeppnin heldur áfram með þremur leikjum í dag og þeir eru allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og Denver Broncos, klukkan 21.30 hefst leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers og klukkan 01.00 i nótt hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira
Houston Texans vann 32-12 sigur á Los Angeles Chargers en Baltimore Ravens vann 28-14 sigur á Pittsburgh Steelers. Ravens liðið hafði oft staðið sig vel í deildarkeppninni en jafnan lent á vegg í úrslitakeppninni. Það var ekkert slíkt á dagskrá í nótt enda liðið nú með hlauparann öfluga Derrick Henry innanborðs. Liðið komst í 21-0 og leit ekki til baka eftir það. Henry átti frábæran dag og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hljóp alls 186 jarda með boltann þar af 44 í einum rykk þegar hann skoraði seinna snertimarkið sitt. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, sem margir telja að verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, átti einnig góðan leik og gaf tvær snertimarkssendingar. Hann hrósaði Henry sérstaklega eftir leikinn. „Þetta var eins og í kvikmynd. Þið hafið séð myndina Cars. Ég horfði á hana þegar ég var lítill. Þegar Lightning McQueen var á fullri ferð og flaug á milli allra hinna bílanna. Þannig leit Derrick út í dag. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ sagði Lamar Jackson. Það eru einmitt þeir tveir sem fá marga til að trúa því að þetta sé loksins árið þar sem Lamar Jackson komist alla leið í úrslitakeppninni og losi sig við stimpilinn að vera frábær í deildarkeppni en klikka síðan alltaf í úrslitakeppni. Joe Mixon fagnar snertimarki sínu fyrir Houston Texans liðið í sigrinum á Los Angeles Chargers.Getty/Brandon Sloter Vörnin hjá Houston Texans átti mestan þátt í sigrinum á Los Angeles Chargers. Varamenn Houston komust fjórum sinnum inn í sendingar frá leikstjórnandanum Justin Herbert. Herbert hafði aðeins kastað boltanum samanlagt þrisvar sinnum frá sér í öllum sautján leikjum deildarkeppninnar en henti honum fjórum sinnum frá sér í nótt. Hann baðist líka afsökunar eftir leikinn og tók ábyrgðina á tapinu. „Ég brást liðinu. Þú getur ekki tapað boltanum svona oft og búist við því að vinna. Ég verð bara að vera betri,“ sagði Herbert niðurbrotinn eftir leikinn. Chargers komst í 6-0 í leiknum eftir tvö vallarmörk en á meðan sóknarleikur liðsins gekk illa allan leikinn þá komust Texans menn í gang með snertimarki frá útherjanum Nico Collins. Houston vörnin skoraði tvisvar sinnum eftir að hafa unnið boltann af Charges og eftir að þeir komust í 20-6 eftir slíkt snertimark var orðið ljóst að þetta væri ekki dagurinn hans Herberts. Úrslitakeppnin heldur áfram með þremur leikjum í dag og þeir eru allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og Denver Broncos, klukkan 21.30 hefst leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers og klukkan 01.00 i nótt hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira