Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 08:01 Vichai Srivaddhanaprabha var og er afar vinsæll á meðal stuðningsmanna Leicester. Hér er hans minnst eftir leik félagsins á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Fyrrum eigandi Leicester Vichai Srivaddhanaprabha lést í þyrluslysi við leikvang félagsins árið 2018. Nú ætlar fjölskylda Srivaddhanaprabha í mál við þyrlufyrirtækið og vill fá rúmlega 370 milljarða króna í skaðabætur. Banaslysið átti sér stað í október árið 2018. Um klukkutíma eftir að leik Leicester og West Ham í ensku úrvalsdeildinni lauk fór þyrla eigandans á loft frá miðjuhring King Power-leikvangsins í Leicester. Örskömmu síðar byrjaði vélin hins vegar að snúast í loftinu og hrapaði til jarðar á bílastæði utan við leikvanginn. Fimm létust í slysinu en Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og vann félagið enska meistaratitilinn gríðarlega óvænt tímabilið 2015-16 þegar Srivaddhanaprabha var eigandi. Nú hefur fjölskylda Srivaddhanaprabha hins vegar ákveðið að fara í mál við þyrlufyrirtækið Leonardo sem framleiddi þyrluna. Á mánudag hefst rannsókn þar sem vitni að atvikinu, starfsfólk bráðaþjónustu og fulltrúar þyrlufyrirtækisins munu bera vitni fyrir kviðdómi. Skýrsla frá breskum flugmálayfirvöldum úrskurðaði árið 2023 að slysið hefði verið óumflýjanlegt eftir röð tæknilegra vandamála og þar kom sömuleiðis fram að flugmaður þyrlunnar hefði lítið getað gert til að bregðast við. Lögmaður Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar segir mikilvægt að allir notendur þyrlanna frá Leonardo-fyrirtækinu treysti þyrlum fyrirtækisins. Fjölskyldan hefur krafist rúmlega tveggja milljarða punda í skaðabætur eða rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. „Við erum búin að skoða skýrsluna frá breskum flugmálayfirvöldum og skoðað í þaula hvernig við viljum bregðast við,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, sonur Vichai. Talsmaður Leonardo segir að fyrirtækið muni berjast gegn skaðabótakröfu fjölskyldunnar. „Dauði þessa fólks var afar sorglegur. Leonardo eru meðvitaður um málsóknina og mun nú ákveða næstu skref í samráði við lögfræðinga og tryggingafélag okkar. Leonardo mun verjast þessum ásökunum.“ Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira
Banaslysið átti sér stað í október árið 2018. Um klukkutíma eftir að leik Leicester og West Ham í ensku úrvalsdeildinni lauk fór þyrla eigandans á loft frá miðjuhring King Power-leikvangsins í Leicester. Örskömmu síðar byrjaði vélin hins vegar að snúast í loftinu og hrapaði til jarðar á bílastæði utan við leikvanginn. Fimm létust í slysinu en Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og vann félagið enska meistaratitilinn gríðarlega óvænt tímabilið 2015-16 þegar Srivaddhanaprabha var eigandi. Nú hefur fjölskylda Srivaddhanaprabha hins vegar ákveðið að fara í mál við þyrlufyrirtækið Leonardo sem framleiddi þyrluna. Á mánudag hefst rannsókn þar sem vitni að atvikinu, starfsfólk bráðaþjónustu og fulltrúar þyrlufyrirtækisins munu bera vitni fyrir kviðdómi. Skýrsla frá breskum flugmálayfirvöldum úrskurðaði árið 2023 að slysið hefði verið óumflýjanlegt eftir röð tæknilegra vandamála og þar kom sömuleiðis fram að flugmaður þyrlunnar hefði lítið getað gert til að bregðast við. Lögmaður Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar segir mikilvægt að allir notendur þyrlanna frá Leonardo-fyrirtækinu treysti þyrlum fyrirtækisins. Fjölskyldan hefur krafist rúmlega tveggja milljarða punda í skaðabætur eða rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. „Við erum búin að skoða skýrsluna frá breskum flugmálayfirvöldum og skoðað í þaula hvernig við viljum bregðast við,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, sonur Vichai. Talsmaður Leonardo segir að fyrirtækið muni berjast gegn skaðabótakröfu fjölskyldunnar. „Dauði þessa fólks var afar sorglegur. Leonardo eru meðvitaður um málsóknina og mun nú ákveða næstu skref í samráði við lögfræðinga og tryggingafélag okkar. Leonardo mun verjast þessum ásökunum.“
Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira