Innlent

Fiski­bátur í neyð í mynni Ólafs­fjarðar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Björgunarskipið Sigurvin kom á vettvang og tók bátinn í tog og dró inn til hafnar á Ólafsfirði.
Björgunarskipið Sigurvin kom á vettvang og tók bátinn í tog og dró inn til hafnar á Ólafsfirði. Landsbjörg

Björgunarsveitin Tindar Ólafsfirði og Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði voru kallaðar út á mesta forgangi fyrr í dag þegar neyðarboð barst frá litlum fiskibát sem þá var staddur nærri landi, norðarlega í mynni Ólafsfjarðar, og hafði fengið í skrúfuna.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um tíma hafi litið út fyrir að bátinn myndi reka í strand og var því aðgerðastjórn virkjuð á Akureyri.

Fiskibáturinn dreginn.Landsbjörg

Samkvæmt tilkynningu héldu í kjölfarið björgunarmenn frá Tindum út á tveimur björgunarþotum [e. jetski] og komu taug um borð í bátinn. Skipverji hafði þá varpað akkeri sem náði haldi í botni þannig að ekki var lengur yfirvofandi hætta á strandi. Næst var báturinn um 280 metra frá landi og ljóst að illa hefði getað farið.

Það hefði getað farið verr. Enginn slasaðist.Landsbjörg

Skömmu síðar kom björgunarskipið Sigurvin á vettvang og tók bátinn í tog og dró inn til hafnar á Ólafsfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×