Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 22:07 Hákon var tosaður hressilega niður í teignum og fékk víti auk þess sem sá brotlegi var sendur í sturtu. Vítið klúðraðist og svekkjandi jafntefli niðurstaðan. Geert van Erven/Soccrates/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan leikinn í svekkjandi markalausu jafntefli liðs hans Lille við Auxerre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hákon var í byrjunarliði Lille, sem er í harðri baráttu í kringum Evrópusætin í efri hluta deildarinnar, er liðið heimsótti Auxerre á Stade de l'Abbe-Deschamps í kvöld. Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað og í raun fátt hægt að taka til í frásögn af honum. Markverðasta atvik leiksins var snemma í síðari hálfleik. Þá fékk Hákon Arnar fyrirgjöf frá hægri og var einn og óvaldaður á markteig. Paul Joly, varnarmaður Auxerre, tosaði hann viljandi niður. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að ræna Hákon upplögðu marktækifæri með þeim hætti og vítaspyrna dæmd. Jonathan David steig á punktinn en Theo De Percin, markvörður Auxerre, varði slaka spyrnu kanadíska framherjans. Lille stýrði ferðinni manni fleiri næstu 40 mínútur en gekk bölvanlega að skapa færi gegn þéttu liði Auxerre. Steindautt markalaust jafntefli niðurstaðan sem er eflaust mikil vonbrigði fyrir Hákon og félaga. Lille er í fjórða sæti með 29 stig, tveimur frá Mónakó sem er þar fyrir ofan. Lyon og Nice eru næstu lið á eftir Lille og geta farið upp fyrir Hákon og félaga með sigrum í þeirra leikjum um helgina. Auxerre er í níunda sæti með 22 stig. Franski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Hákon var í byrjunarliði Lille, sem er í harðri baráttu í kringum Evrópusætin í efri hluta deildarinnar, er liðið heimsótti Auxerre á Stade de l'Abbe-Deschamps í kvöld. Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað og í raun fátt hægt að taka til í frásögn af honum. Markverðasta atvik leiksins var snemma í síðari hálfleik. Þá fékk Hákon Arnar fyrirgjöf frá hægri og var einn og óvaldaður á markteig. Paul Joly, varnarmaður Auxerre, tosaði hann viljandi niður. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að ræna Hákon upplögðu marktækifæri með þeim hætti og vítaspyrna dæmd. Jonathan David steig á punktinn en Theo De Percin, markvörður Auxerre, varði slaka spyrnu kanadíska framherjans. Lille stýrði ferðinni manni fleiri næstu 40 mínútur en gekk bölvanlega að skapa færi gegn þéttu liði Auxerre. Steindautt markalaust jafntefli niðurstaðan sem er eflaust mikil vonbrigði fyrir Hákon og félaga. Lille er í fjórða sæti með 29 stig, tveimur frá Mónakó sem er þar fyrir ofan. Lyon og Nice eru næstu lið á eftir Lille og geta farið upp fyrir Hákon og félaga með sigrum í þeirra leikjum um helgina. Auxerre er í níunda sæti með 22 stig.
Franski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira