Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. janúar 2025 21:09 Finnur Freyr var eðlilega ósáttur eftir stórtap kvöldsins. Vísir/Pawel „Þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem var allt annað en sáttur við sína menn eftir 28 stiga stórtap liðsins fyrir Þór í Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Valsarar fóru til Þorlákshafnar í kvöld eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki og það leit út fyrir bjartari tíma framundan hjá liðinu. Allt varð fyrir ekki því leikurinn endaði í 94-66 tapi í leik þar sem Vals liðið átti í raun aldrei möguleika. „Þetta var bara hrikaleg frammistaða. Við vorum allt of mjúkir og gáfum Þórsurum pláss strax í byrjun, þeir tóku þá bara af skarið strax. Við náðum aldrei að klukka þá eftir það, þannig þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr. Valsarar áttu skelfilegan fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir restin af leiknum. Þeir skoruðu aðeins tíu stig gegn 23 og náðu í raun aldrei að saxa á forskotið eftir það. „Mér fannst við alveg vera að koma okkur í færin sem við viljum taka. Hver ástæðan er fyrir að við skorum ekki meira, maður verðu bara að skoða það aðeins betur. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í heild sinni. Það vantaði áræðni á báðum endum vallarins og hugarfar, hvernig maður bregst við þegar áhlaupin komu hjá Þór. Mér fannst allt of margir í okkar liði vera langt frá sínu besta,” segir Finnur Freyr. Hefði átt að grípa inn í fyrr Finnur reyndi að grípa inn í með leikhléum í leiknum en það virtist gera voða lítið. Það kom aldrei neinn almennilegur kafli hjá liðinu þar sem þeir gerðu einhverja atlögu að því að koma til baka. „Ég hefði eiginlega átt að taka fyrsta leikhléið fyrr, það var það eina sem ég hugsaði. Svona er þetta bara í íþróttum, þú getur ekkert kveikt, eða ýtt á einhvern takka og ætlast til þess að allt fari í gang. Hugarfarið inn í leikinn var greinilega bara ekki nógu gott og menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikla vinnu á sig. Í þessari deild er það bara þannig, ef þú ert ekki klár, ef þú ert ekki gíraður þá færðu það bara á kjaftinn,” segir Finnur. Það þýðir lítið fyrir Valsara að vorkenna sér of lengi því það líður fljótt að næsta leik og þá er spurning hvernig þeir rífa sig upp eftir svona útreið. „Ég er bara spenntur að sjá hvaða frammistöðu við fáum frá strákunum næst. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum sýna leik sem er líkari því sem við stöndum fyrir. Það er okkar að sýna það að þetta var einstök léleg frammistaða ekki það sem í okkur býr,” segir Finnur. Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Sjá meira
Valsarar fóru til Þorlákshafnar í kvöld eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki og það leit út fyrir bjartari tíma framundan hjá liðinu. Allt varð fyrir ekki því leikurinn endaði í 94-66 tapi í leik þar sem Vals liðið átti í raun aldrei möguleika. „Þetta var bara hrikaleg frammistaða. Við vorum allt of mjúkir og gáfum Þórsurum pláss strax í byrjun, þeir tóku þá bara af skarið strax. Við náðum aldrei að klukka þá eftir það, þannig þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr. Valsarar áttu skelfilegan fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir restin af leiknum. Þeir skoruðu aðeins tíu stig gegn 23 og náðu í raun aldrei að saxa á forskotið eftir það. „Mér fannst við alveg vera að koma okkur í færin sem við viljum taka. Hver ástæðan er fyrir að við skorum ekki meira, maður verðu bara að skoða það aðeins betur. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í heild sinni. Það vantaði áræðni á báðum endum vallarins og hugarfar, hvernig maður bregst við þegar áhlaupin komu hjá Þór. Mér fannst allt of margir í okkar liði vera langt frá sínu besta,” segir Finnur Freyr. Hefði átt að grípa inn í fyrr Finnur reyndi að grípa inn í með leikhléum í leiknum en það virtist gera voða lítið. Það kom aldrei neinn almennilegur kafli hjá liðinu þar sem þeir gerðu einhverja atlögu að því að koma til baka. „Ég hefði eiginlega átt að taka fyrsta leikhléið fyrr, það var það eina sem ég hugsaði. Svona er þetta bara í íþróttum, þú getur ekkert kveikt, eða ýtt á einhvern takka og ætlast til þess að allt fari í gang. Hugarfarið inn í leikinn var greinilega bara ekki nógu gott og menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikla vinnu á sig. Í þessari deild er það bara þannig, ef þú ert ekki klár, ef þú ert ekki gíraður þá færðu það bara á kjaftinn,” segir Finnur. Það þýðir lítið fyrir Valsara að vorkenna sér of lengi því það líður fljótt að næsta leik og þá er spurning hvernig þeir rífa sig upp eftir svona útreið. „Ég er bara spenntur að sjá hvaða frammistöðu við fáum frá strákunum næst. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum sýna leik sem er líkari því sem við stöndum fyrir. Það er okkar að sýna það að þetta var einstök léleg frammistaða ekki það sem í okkur býr,” segir Finnur.
Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit