„Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. janúar 2025 07:02 Kristín Ruth sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. „Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. Kristín er ein þekktasta útvarpskona landsins en hún vekur hlustendur Brennslunnar á FM957 á hverjum morgni með sinni mjúku rödd og dillandi hlátri, ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni og Agli Ploder. Kristín segist vera afar lánsöm með fólkið í kringum sig og kveðst spennt fyrir komandi ævintýrum í lífi og starfi. Kristín Ruth sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Kristín Ruth Jónsdóttir Aldur? 39 ára Starf? Ein af þremur þáttastjórnendum í morgunþættinum Brennslan á FM957. Fjölskylduhagir? Á yndislegan maka sem á tvær súper flottar stelpur. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Jákvæð, dugleg, hvetjandi. Hvað er á döfinni? Skíðaferð til Austurríkis með svo ótrúlega skemmtilegu fólki! Get ekki beðið. Svo er fullt af skemmtilegum ævintýrum framundan í vinnunni og almennt í lífinu. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín og allt fólkið mitt. Ég er einstaklega heppin með það fólk sem ég hef í mínu lífi, þau gleðja alla daga. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Í fallegu heimili, með fólkinu mínu og jafnvel með hund. Eins vona ég að vera að gera það sama og ég er að gera í dag! Að fá að vinna við það sem maður dýrkar alla daga er þvílík lukka. Brennslan á Bylgjunni… ekki segja Bítinu. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Sjá sem mest af heiminum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Þú getur allt! Að fá það veganesti að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt. Hvað hefur mótað þig mest? Hver dagur mótar mann – upplifanir, gleði eða sorg. Þetta er allt partur af því hver maður er. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Vera úti! Það að vera úti, labba fjöll, útilegur, skíði, golf, öll útivera! að hreyfa mig gefur mér svo ótrúlega mikið. Uppskrift að drauma sunnudegi? Vakna snemma, hreyfa mig hvort sem það er í World Class eða einhver næs ganga, borða góðan mat og vera með uppáhalds fólkinu mínu. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið mitt og stofan – þar eru stóru málin rædd. Fallegasti staður á landinu? Vá Ísland er með svo marga fallega staði! Þórsmörk, Hornstandir, Landmannalaugar, get ekki valið. En í heiminum? Ítalía er stórkostleg, hvert sem þú lítur er eitthvað fallegt að sjá. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar? Slekk á klukkunni. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Segja góða nótt. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já ég geri það, hún skiptir okkur mestu máli í lífinu. Hreyfing, næring og góður svefn er undirstaðan fyrir vellíðan en það er gott að halda í jafnvægið. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég táraðist á afmælisdaginn minn seinast, 3. janúar ég fékk svo ótrúlega margar fallegar kveðjur þann dag. Ertu A eða B týpa? A+ - það truflar marga alveg svakalega mikið. Uppáhalds matur? Uppáhaldsmaturinn minn síðan ég var barn er Lasagna, en góð nautasteik er alltaf í uppáhaldi. Hvað veitir þér innblástur? Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku, þó að það standi einhver fleiri á útskriftarplagginu! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Þeir væru ekki leyndir ef ég myndi segja ykkur frá þeim. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Myndi þá vilja teleporta mig á milli staða og sjá allan heiminn. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Gjörsamlega 0“ Brennsluspjallið þar sem við vorum að fara yfir hvað væri klárt fyrir þátt morgundagsins. Draumabíllinn þinn? Jeppi, til að skoða meira af landinu. Hælar eða strigaskór? Hælar við góð tilefni en oftast er það nú flatbotna. Fyrsti kossinn? Vá það man ég ekki, en ég man auðvitað þann síðasta! Óttastu eitthvað? Eyðum ekki tíma í að óttast eitthvað. Lærum frekar að takast á við það, því oftar en ekki er maður búin að ofhugsa óttann og gera meira úr honum Hvað ertu að hámhorfa á? Ég horfi svo lítið á sjónvarp og að hafa tíma fyrir hámhorf er eitthvað sem ég hef ekki fundið enn. Mig langar að sjá nokkrar góðar seríur sem ég tek líklega árið í. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Hin hliðin Ástin og lífið FM957 Tengdar fréttir Æskudraumurinn varð að veruleika „Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. 30. desember 2024 07:00 „Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03 Er alltaf hrædd „Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir. 18. október 2024 07:02 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Kristín er ein þekktasta útvarpskona landsins en hún vekur hlustendur Brennslunnar á FM957 á hverjum morgni með sinni mjúku rödd og dillandi hlátri, ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni og Agli Ploder. Kristín segist vera afar lánsöm með fólkið í kringum sig og kveðst spennt fyrir komandi ævintýrum í lífi og starfi. Kristín Ruth sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Kristín Ruth Jónsdóttir Aldur? 39 ára Starf? Ein af þremur þáttastjórnendum í morgunþættinum Brennslan á FM957. Fjölskylduhagir? Á yndislegan maka sem á tvær súper flottar stelpur. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Jákvæð, dugleg, hvetjandi. Hvað er á döfinni? Skíðaferð til Austurríkis með svo ótrúlega skemmtilegu fólki! Get ekki beðið. Svo er fullt af skemmtilegum ævintýrum framundan í vinnunni og almennt í lífinu. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín og allt fólkið mitt. Ég er einstaklega heppin með það fólk sem ég hef í mínu lífi, þau gleðja alla daga. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Í fallegu heimili, með fólkinu mínu og jafnvel með hund. Eins vona ég að vera að gera það sama og ég er að gera í dag! Að fá að vinna við það sem maður dýrkar alla daga er þvílík lukka. Brennslan á Bylgjunni… ekki segja Bítinu. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Sjá sem mest af heiminum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Þú getur allt! Að fá það veganesti að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt. Hvað hefur mótað þig mest? Hver dagur mótar mann – upplifanir, gleði eða sorg. Þetta er allt partur af því hver maður er. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Vera úti! Það að vera úti, labba fjöll, útilegur, skíði, golf, öll útivera! að hreyfa mig gefur mér svo ótrúlega mikið. Uppskrift að drauma sunnudegi? Vakna snemma, hreyfa mig hvort sem það er í World Class eða einhver næs ganga, borða góðan mat og vera með uppáhalds fólkinu mínu. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið mitt og stofan – þar eru stóru málin rædd. Fallegasti staður á landinu? Vá Ísland er með svo marga fallega staði! Þórsmörk, Hornstandir, Landmannalaugar, get ekki valið. En í heiminum? Ítalía er stórkostleg, hvert sem þú lítur er eitthvað fallegt að sjá. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar? Slekk á klukkunni. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Segja góða nótt. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já ég geri það, hún skiptir okkur mestu máli í lífinu. Hreyfing, næring og góður svefn er undirstaðan fyrir vellíðan en það er gott að halda í jafnvægið. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég táraðist á afmælisdaginn minn seinast, 3. janúar ég fékk svo ótrúlega margar fallegar kveðjur þann dag. Ertu A eða B týpa? A+ - það truflar marga alveg svakalega mikið. Uppáhalds matur? Uppáhaldsmaturinn minn síðan ég var barn er Lasagna, en góð nautasteik er alltaf í uppáhaldi. Hvað veitir þér innblástur? Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku, þó að það standi einhver fleiri á útskriftarplagginu! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Þeir væru ekki leyndir ef ég myndi segja ykkur frá þeim. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Myndi þá vilja teleporta mig á milli staða og sjá allan heiminn. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Gjörsamlega 0“ Brennsluspjallið þar sem við vorum að fara yfir hvað væri klárt fyrir þátt morgundagsins. Draumabíllinn þinn? Jeppi, til að skoða meira af landinu. Hælar eða strigaskór? Hælar við góð tilefni en oftast er það nú flatbotna. Fyrsti kossinn? Vá það man ég ekki, en ég man auðvitað þann síðasta! Óttastu eitthvað? Eyðum ekki tíma í að óttast eitthvað. Lærum frekar að takast á við það, því oftar en ekki er maður búin að ofhugsa óttann og gera meira úr honum Hvað ertu að hámhorfa á? Ég horfi svo lítið á sjónvarp og að hafa tíma fyrir hámhorf er eitthvað sem ég hef ekki fundið enn. Mig langar að sjá nokkrar góðar seríur sem ég tek líklega árið í. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn?
Hin hliðin Ástin og lífið FM957 Tengdar fréttir Æskudraumurinn varð að veruleika „Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. 30. desember 2024 07:00 „Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03 Er alltaf hrædd „Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir. 18. október 2024 07:02 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Æskudraumurinn varð að veruleika „Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. 30. desember 2024 07:00
„Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03
Er alltaf hrædd „Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir. 18. október 2024 07:02