Innlent

Hættir sem for­maður Hags­muna­sam­taka heimilanna

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Ásgeirsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Guðmundur Ásgeirsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur sagt sig úr stjórn samtakanna og þar með frá formennsku.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna. Ásthildur Lóa tók nýverið við embætti mennta- og barnamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, en hún situr á þingi fyrir hönd Flokks fólksins. 

„Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þakkar Ásthildi Lóu fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna á liðnum árum og óskar henni hjartanlega til hamingju með hina nýju stöðu.

Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður, gegnir hlutverki formanns Hagsmunasamtaka heimilanna fram að næsta aðalfundi sem er fyrirhugaður 20. febrúar næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×