„Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. janúar 2025 22:25 Pétur Ingvarsson var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Hetti 112-98. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var ángæður með sigurinn. „Við náðum að spila okkar leik. Þetta var hraður leikur sem fór fram og til baka og okkur tókst að stjórna hraðanum,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Keflavík gerði 23 stig í fyrsta leikhluta en setti í annan gír í öðrum leikhluta þar sem liðið gerði 37 stig og komst í bílstjórasætið. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta en ekki við og síðan í öðrum leikhluta hittum við en ekki þeir. Þetta var svolítið svoleiðis en vörnin var einnig harðari hjá okkur og þeir áttu í meiri erfiðleikum að skora.“ Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og byrjaði þriðja leikhluta af krafti sem varð til þess að Höttur kom aldrei til baka. „Við töpuðum með fimm stigum gegn þeim síðast og við vorum með það í kollinum að við þyrftum að vinna leikinn með meira en fimm stigum og við reyndu að halda þessu eins þægilega og við gátum. Varnarlega í þriðja leikhluta gekk margt upp og sóknarlega náði Ty-Shon Alexander náði að láta okkur líta vel út.“ Pétur var ekki ánægður á hliðarlínunni þegar Sigurður Pétursson fékk olnboga í andlitið en aðspurður út í atvikið eftir leik sagðist Pétur ekki vera sá besti að dæma um þetta þar sem hann er faðir Sigurðar. „Ég er langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. Dómararnir eru til þess að dæma og þeir eru miklu betri en ég að meta þetta atvik. Ef þetta hefði verið einhver í hinu liðinu hefði ég örugglega verið sammála þessu.“ Jaka Brodnik meiddist undir lok fjórða leikhluta og þurfti að fara beint út af. Aðspurður út í meiðslin hafði Pétur áhyggjur. „Hann sneri sig. Við megum ekki við fleiri meiðslum í bili en þetta er áhyggjuefni þar sem við eigum leik við Njarðvík í næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ekki bara út af stöðunni í deildinni heldur líka fyrir samfélagið hérna. Þetta er El classico og það er ástæða fyrir því og það er mjög mikilvægt að hann verði ekki lengi frá,“ sagði Pétur að lokum en setti varnagla á meiðsli Jaka þar sem hann er ekki læknir. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira
„Við náðum að spila okkar leik. Þetta var hraður leikur sem fór fram og til baka og okkur tókst að stjórna hraðanum,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Keflavík gerði 23 stig í fyrsta leikhluta en setti í annan gír í öðrum leikhluta þar sem liðið gerði 37 stig og komst í bílstjórasætið. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta en ekki við og síðan í öðrum leikhluta hittum við en ekki þeir. Þetta var svolítið svoleiðis en vörnin var einnig harðari hjá okkur og þeir áttu í meiri erfiðleikum að skora.“ Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og byrjaði þriðja leikhluta af krafti sem varð til þess að Höttur kom aldrei til baka. „Við töpuðum með fimm stigum gegn þeim síðast og við vorum með það í kollinum að við þyrftum að vinna leikinn með meira en fimm stigum og við reyndu að halda þessu eins þægilega og við gátum. Varnarlega í þriðja leikhluta gekk margt upp og sóknarlega náði Ty-Shon Alexander náði að láta okkur líta vel út.“ Pétur var ekki ánægður á hliðarlínunni þegar Sigurður Pétursson fékk olnboga í andlitið en aðspurður út í atvikið eftir leik sagðist Pétur ekki vera sá besti að dæma um þetta þar sem hann er faðir Sigurðar. „Ég er langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. Dómararnir eru til þess að dæma og þeir eru miklu betri en ég að meta þetta atvik. Ef þetta hefði verið einhver í hinu liðinu hefði ég örugglega verið sammála þessu.“ Jaka Brodnik meiddist undir lok fjórða leikhluta og þurfti að fara beint út af. Aðspurður út í meiðslin hafði Pétur áhyggjur. „Hann sneri sig. Við megum ekki við fleiri meiðslum í bili en þetta er áhyggjuefni þar sem við eigum leik við Njarðvík í næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ekki bara út af stöðunni í deildinni heldur líka fyrir samfélagið hérna. Þetta er El classico og það er ástæða fyrir því og það er mjög mikilvægt að hann verði ekki lengi frá,“ sagði Pétur að lokum en setti varnagla á meiðsli Jaka þar sem hann er ekki læknir.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira