„Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. janúar 2025 22:16 DeAndre Kane í úrslitaeinvíginu gegn Val í fyrra vísir/Anton DeAndre Kane snéri aftur í lið Grindavíkur í kvöld eftir þriggja leikja fjarveru af persónulegum ástæðum þar sem hann þurfti að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti að hans sögn án þess að fara nánar út í þá sálma. Kane lét til sín taka í kvöld, skoraði 22 stig og tók níu fráköst þegar Grindvíkingar unnu Hauka 79-71 í Bónus-deild karla. Hann sagði sigurinn mikilvægan en var ekki ánægður með frammistöðu liðsins og mikið svigrúm til að gera betur. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur, að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð og farið tvisvar í framlengingu í leikjum sem við hefðum átt að vinna. Leikurinn í dag var ekki góður af okkar hálfu, þá sérstaklega varnarlega. En sóknarlega var þetta í lagi og við lönduðum sigrinum. Ég þarf að hrósa Haukum, þetta er gott lið og þeir spiluðu af hörku og spiluðu vel. Við erum ánægðir með sigurinn en við þurfum að bæta okkar leik.“ Aðspurður um hvað það væri sem Grindvíkingar þyrftu að vinna í og gera betur vildi Kane ekki fara út í of mikil smáatriði, hann ætlaði að geyma það fyrir næsta liðsfund. Það er spurning hvort það sé önnur eldræða í vændum? „Ég ætla að sleppa því að fara út í það í smáatriðum í upptöku. Ég bíð þangað til að við komum saman sem lið og förum yfir leikinn með þjálfurunum og leikmönnum. En sem lið þurfum við allir að gera betur, leikirnir munu ekki vinnast á einstaklingsframtaki. Allt liðið, allir tólf leikmennirnir, verða að vera klárir, allir sem eru að koma inn af bekknum verða að vera tilbúnir.“ „Við þurfum að gefa allt í þetta í 40 mínútur. Mér finnst eins og stundum séum við bara að leggja okkur fram í tíu eða tuttugu mínútur og við erum bara að sleppa með sigrana þar sem við búum yfir miklum einstaklingsgæðum. Ákefð hefur betur gegn hæfileik mjög reglulega svo að héðan í frá verðum við að leggja okkur alla fram.“ Kane fór snemma í jólafrí til að sinna persónulegum erindum heimafyrir. Hann sagði að hann hefði vissulega viljað vera með liðinu en þessir hlutir hefðu einfaldlega þurft að ganga fyrir, sumt sé mikilvægara en körfubolti. „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti. Í huga mínum vildi ég vera hérna með liðinu mínu og stuðningsfólki Grindavíkur en ég var heima og að sinna öðru sem var mun alvarlegra.“ Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld en brenndi af sex vítum og endaði með 25 prósent nýtingu og líkti þessari frammistöðu við Shaquille O'Neal, sem er ein lélegasta vítaskytta sögunnar, en hann var þó í það minnsta með rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn. „Ég leit út eins og Shaq! Ég veit ekki, þetta var eitthvað í hausnum á mér, kredit á stuðningsmenn Hauka, þeir komust í hausinn á mér. Ég þarf bara að einbeita mér, taka mér tíma og negla þessu niður.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Kane lét til sín taka í kvöld, skoraði 22 stig og tók níu fráköst þegar Grindvíkingar unnu Hauka 79-71 í Bónus-deild karla. Hann sagði sigurinn mikilvægan en var ekki ánægður með frammistöðu liðsins og mikið svigrúm til að gera betur. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur, að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð og farið tvisvar í framlengingu í leikjum sem við hefðum átt að vinna. Leikurinn í dag var ekki góður af okkar hálfu, þá sérstaklega varnarlega. En sóknarlega var þetta í lagi og við lönduðum sigrinum. Ég þarf að hrósa Haukum, þetta er gott lið og þeir spiluðu af hörku og spiluðu vel. Við erum ánægðir með sigurinn en við þurfum að bæta okkar leik.“ Aðspurður um hvað það væri sem Grindvíkingar þyrftu að vinna í og gera betur vildi Kane ekki fara út í of mikil smáatriði, hann ætlaði að geyma það fyrir næsta liðsfund. Það er spurning hvort það sé önnur eldræða í vændum? „Ég ætla að sleppa því að fara út í það í smáatriðum í upptöku. Ég bíð þangað til að við komum saman sem lið og förum yfir leikinn með þjálfurunum og leikmönnum. En sem lið þurfum við allir að gera betur, leikirnir munu ekki vinnast á einstaklingsframtaki. Allt liðið, allir tólf leikmennirnir, verða að vera klárir, allir sem eru að koma inn af bekknum verða að vera tilbúnir.“ „Við þurfum að gefa allt í þetta í 40 mínútur. Mér finnst eins og stundum séum við bara að leggja okkur fram í tíu eða tuttugu mínútur og við erum bara að sleppa með sigrana þar sem við búum yfir miklum einstaklingsgæðum. Ákefð hefur betur gegn hæfileik mjög reglulega svo að héðan í frá verðum við að leggja okkur alla fram.“ Kane fór snemma í jólafrí til að sinna persónulegum erindum heimafyrir. Hann sagði að hann hefði vissulega viljað vera með liðinu en þessir hlutir hefðu einfaldlega þurft að ganga fyrir, sumt sé mikilvægara en körfubolti. „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti. Í huga mínum vildi ég vera hérna með liðinu mínu og stuðningsfólki Grindavíkur en ég var heima og að sinna öðru sem var mun alvarlegra.“ Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld en brenndi af sex vítum og endaði með 25 prósent nýtingu og líkti þessari frammistöðu við Shaquille O'Neal, sem er ein lélegasta vítaskytta sögunnar, en hann var þó í það minnsta með rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn. „Ég leit út eins og Shaq! Ég veit ekki, þetta var eitthvað í hausnum á mér, kredit á stuðningsmenn Hauka, þeir komust í hausinn á mér. Ég þarf bara að einbeita mér, taka mér tíma og negla þessu niður.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira