„Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. janúar 2025 20:22 Viðvarandi skortur hefur verið á heitu vatni í Hveragerði vegna bilaðs mótors í borholu. Vísir/Samsett Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur skorað á Orkuveitu Reykjavíkur að tryggja Hvergerðingum fyrirtækjum og stofnunum í bænum afhendingaröryggi á heitu vatni. Formaður bæjarráðs segir viðvarandi skort verið á heitu vatni frá í byrjun desember. Áskorunin var birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir bæjarráðsfund í dag. Þar segir bæjarráð að þolinmæði Hvergerðinga sé komin að þolmörkum og að gengið yrði fljótt til verks kæmi slíkt upp á höfuðborgarsvæðinu, „Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta,“ segir í fundargerðinni. Nú meira en mánuði síðar beri enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastig á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem íbúum bæjarins barst í gær verða svo enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær berist til landsins. Gjaldið jafnvel hærra en vanalega Þrátt fyrir þetta er íbúum, fyrirtækjum og stofnunum gert að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum. Einnig kemur fram að sundlaugin Laugaskarði hafi verið lokuð það sem af er nýja árinu með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda séu þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni. „Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár,“ segir í áskorun bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Búnaðurinn fyrstur sinnar tegundar í heimi Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði erindi bæjarráðs ekki hafa borist Veitum þegar blaðamaður sló á þráðinn en að það fari sinn eðlilega farveg innanhúss. Hún segist átta sig á því að ástandið sé bagalegt fyrir íbúa en segir heita vatnið þó vera innan viðmiðunarmarka, þó í kaldari endann. Veitur séu meðvitaðar um bilunina sem hefur borið við síðan í byrjun desembermánuðar. Mótorinn í dælu borholunnar hafi bilað sem sé sérsmíðaður búnaður vegna þess hve heitt vatnið sé í borholunni. Venjulegar borholur á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru á bilinu 60 til 90 gráður en holan í Hveragerði er um 180 gráður. Þetta er ekki búnaður sem við eigum uppi í hillu. Hann var pantaður fyrir um ári síðan og er á leiðinni,“ segir Silja. Lagast vonandi í næstu viku Ástæðuna fyrir því að viðgerðin taki svona langan tíma segir Silja vera þá að þegar dælunni var komið fyrir árið 2019 hafi það verið í fyrsta skipti í heiminum sem slíkum búnaði hafi verið komið fyrir í svo heitri borholu. „Þess vegna tekur þetta svo langan tima, hann er svo sérhæfður,“ segir hún. Hún segir varamótor berast til landsins í næstu viku sem verður svo settur niður. Gert sé ráð fyrir því að heita vatnið verði heitara undir næstu viku. Hveragerði Vatn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Áskorunin var birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir bæjarráðsfund í dag. Þar segir bæjarráð að þolinmæði Hvergerðinga sé komin að þolmörkum og að gengið yrði fljótt til verks kæmi slíkt upp á höfuðborgarsvæðinu, „Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta,“ segir í fundargerðinni. Nú meira en mánuði síðar beri enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastig á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem íbúum bæjarins barst í gær verða svo enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær berist til landsins. Gjaldið jafnvel hærra en vanalega Þrátt fyrir þetta er íbúum, fyrirtækjum og stofnunum gert að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum. Einnig kemur fram að sundlaugin Laugaskarði hafi verið lokuð það sem af er nýja árinu með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda séu þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni. „Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár,“ segir í áskorun bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Búnaðurinn fyrstur sinnar tegundar í heimi Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði erindi bæjarráðs ekki hafa borist Veitum þegar blaðamaður sló á þráðinn en að það fari sinn eðlilega farveg innanhúss. Hún segist átta sig á því að ástandið sé bagalegt fyrir íbúa en segir heita vatnið þó vera innan viðmiðunarmarka, þó í kaldari endann. Veitur séu meðvitaðar um bilunina sem hefur borið við síðan í byrjun desembermánuðar. Mótorinn í dælu borholunnar hafi bilað sem sé sérsmíðaður búnaður vegna þess hve heitt vatnið sé í borholunni. Venjulegar borholur á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru á bilinu 60 til 90 gráður en holan í Hveragerði er um 180 gráður. Þetta er ekki búnaður sem við eigum uppi í hillu. Hann var pantaður fyrir um ári síðan og er á leiðinni,“ segir Silja. Lagast vonandi í næstu viku Ástæðuna fyrir því að viðgerðin taki svona langan tíma segir Silja vera þá að þegar dælunni var komið fyrir árið 2019 hafi það verið í fyrsta skipti í heiminum sem slíkum búnaði hafi verið komið fyrir í svo heitri borholu. „Þess vegna tekur þetta svo langan tima, hann er svo sérhæfður,“ segir hún. Hún segir varamótor berast til landsins í næstu viku sem verður svo settur niður. Gert sé ráð fyrir því að heita vatnið verði heitara undir næstu viku.
Hveragerði Vatn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira