Enski boltinn

AC Milan og Dortmund sögð hafa á­huga á að fá Rashford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford gengur hér inn á völlinn í síðasta leik sínum með Manchester United sem var um miðjan desember síðastliðnum.
Marcus Rashford gengur hér inn á völlinn í síðasta leik sínum með Manchester United sem var um miðjan desember síðastliðnum. Getty/Ash Donelon

Manchester United mun líklegast lána Marcus Rashford til liðs utan Englands og tvö félög eru sögð mjög áhugasöm.

Nýjustu fréttir af málum Rashford er að hann fari á láni til annað hvort AC Milan á Ítalíu eða til Borussia Dortmund í Þýskalandi.

ESPN hefur heimildir fyrir því að forráðamenn Manchester United séu að bíða eftir formlegu tilboði frá þessum tveimur félögum.

Yfirmenn Rashford hjá United eru nú að vinna að lausn mála fyrir leikmanninn sem er út í kuldanum hjá Ruben Amorim.

Rashford hefur ekki spilað með United síðan í 2-1 sigri á Viktoria Plzen 12. desember síðastliðinn.

Félagið er sagt tilbúið að hlusta á öll tilboð í leikmanninn, bæði um lán og sölu. Það er samt ekki líklegt að hann verði seldur í þessum mánuði.

Auk fyrrnefndra félaga þá hefur Napoli einnig sýnt áhuga á enska framherjanum.

Vandamálið er aðallega laun leikmannsins sem er að fá 350 þúsund pund á viku eða meira en sextíu milljónir króna. Liðið sem fær hann á láni þarf að borga stóran hluta af þessum launum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×