Kaupendur hússins eru hjónin Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, og Úlfhildur Eysteinsdóttir hljóðtæknir. Húsið var auglýst til sölu í nóvember í fyrra og var ásett verð 135 milljónir.
Um er að ræða 150 fermetra einbýlishús á þremur hæðum sem var byggt árið 1929.
Gengið er inn á miðhæð hússins þar sem eldhús, stofa og borðstofa flæða saman. Úr stofunni er útgengt á verönd og gróinn bakgarð. Heitur pottur er í garði með góðum skjólvegg í kring.
Samtals eru þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi.



