Fótbolti

Situr inni með morðingjum og mis­yndis­mönnum í fangelsi hinna frægu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robinho fagnar marki á HM 2010.
Robinho fagnar marki á HM 2010. getty/Richard Heathcote

Fyrrverandi fótboltastjarnan Robinho situr nú í fangelsi í Brasilíu. Í fyrra hlaut hann níu ára dóm fyrir nauðgun.

Robinho og fimm aðrir voru fundnir sekir um að hafa nauðgað albanskri konu á skemmtistað á Ítalíu 2013.

Upphaflega dæmdu ítölsk yfirvöld Robinho 2017 en hann var þá staddur í Brasilíu og ekki var hægt að framselja hann. Hann var svo að lokum dæmdur í níu ára fangelsi í heimalandinu í fyrra. 

Robinho afplánar dóminn í Dr. Jose Augusto Cesar Salgado P2 fangelsinu í Sao Paulo. Fangelsið er jafnan kallað fangelsi hinna frægu.

Meðal fanga þar er maður sem myrti dóttur sína, kona sem stakk eiginmann sinn 56 sinnum og læknir sem misnotaði sjúklinga sína.

Um 2.500 fangar eru í Dr. Jose Augusto Cesar Salgado P2 fangelsinu. Allt að sex eru saman í klefum sem eru á 8-15 fermetrar að stærð.

Robinho lék með Milan þegar hann nauðgaði konunni í byrjun árs 2013. Hann kom víða við á ferlinum og spilaði til að mynda með Real Madrid og Manchester City. Robinho lék hundrað leiki og skoraði 28 mörk fyrir brasilíska landsliðið á árunum 2003-17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×