Körfubolti

Öskraði í miðju vítaskoti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Öskrið virkaði ekki í baráttunni við Heron.
Öskrið virkaði ekki í baráttunni við Heron.

Hörður Unnsteinsson var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Eins og vanalega var farið í dagskrárliðinn Góð vika/ slæm vika enda var 12. umferðin viðburðaríki í Bónusdeildinni.

Eitt atvik vakti sérstaka athygli í síðustu umferð og það var þegar Mustapha Heron, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, fór á vítalínuna í Icemar höllinni í Njarðvík og um leið og hann sleppti boltanum öskraði einhver stuðningsmaður Njarðvíkur eins hátt og hann gat. 

Það virkaði reyndar ekki og setti Heron boltann örugglega niður. Hér að neðan má sjá þegar þeir félagar fóru yfir síðustu umferð í Bónus-deildinni á skemmtilegum nótum.

Klippa: Öskraði í miðju vítaskoti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×