Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 15:59 Júlí Heiðar og Ágúst Þór eru meðal þeirra tíu keppenda sem taka þátt í undankeppni Söngvakeppninnar. Tónlistarmennirnir Júlí Heiðar Halldórsson og Ágúst Þór Brynjarsson eru meðal þeirra sem munu stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Þeir eru meðal tíu keppenda sem eygja von um að verða fulltrúar Íslands í Eurovision. Þetta herma heimildir fréttastofu. Júlí Heiðar og Ágúst Þór munu stíga á svið hvor með sitt lagið í Söngvakeppninni, sem hefst þann 8. febrúar næstkomandi í Ríkisútvarpinu. Áður hefur umboðsmaður Iceguys Máni Pétursson sagt af og frá að strákasveitin vinsæla muni taka þátt í keppninni. Keppendurnir verða svo formlega kynntir til leiks 17. janúar og hefur ríkt mikil leynd um hverjir taka þátt eins og hefð segir til um. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum bera sigur úr býtum. Fyrri undanúrslitin eru 8. febrúar, seinni undanúrslitin 15. febrúar og úrslitakvöldið þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision í Basel í Sviss í maí verður valið. Ágúst er ungur og upprennandi tónlistarmaður, búsettur á Akureyri. Síðastliðið sumar steig hann inn fyrir Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvara Stuðlabandsins, og kom fram með bandinu á öll stærstu útihátíðum landsins. Áður hefur Ágúst verið söngvari í hljómsveitinni Færibandinu. Júlí Heiðar þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið einn dáðasti söngvari landsins og er reynslubolti í Söngvakeppninni en hann keppti síðast árið 2017 með lagið Heim ásamt Þórdísi Birnu. Hann hefur undanfarin ár verið duglegur að gefa út hugljúfa dægurlagasmelli, líkt og Ástin heldur vöku og Farfuglar. Barnsmóðir Júlí Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur líka tekið þátt í Söngvakeppninni. Það gerði hún með Reykjavíkurdætrum sem komust í úrslitaeinvígið árið 2022 en lutu í lægra haldi gegn Systrum. Eurovision Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Tónlist Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04 Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00 Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Júlí Heiðar og Ágúst Þór munu stíga á svið hvor með sitt lagið í Söngvakeppninni, sem hefst þann 8. febrúar næstkomandi í Ríkisútvarpinu. Áður hefur umboðsmaður Iceguys Máni Pétursson sagt af og frá að strákasveitin vinsæla muni taka þátt í keppninni. Keppendurnir verða svo formlega kynntir til leiks 17. janúar og hefur ríkt mikil leynd um hverjir taka þátt eins og hefð segir til um. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum bera sigur úr býtum. Fyrri undanúrslitin eru 8. febrúar, seinni undanúrslitin 15. febrúar og úrslitakvöldið þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision í Basel í Sviss í maí verður valið. Ágúst er ungur og upprennandi tónlistarmaður, búsettur á Akureyri. Síðastliðið sumar steig hann inn fyrir Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvara Stuðlabandsins, og kom fram með bandinu á öll stærstu útihátíðum landsins. Áður hefur Ágúst verið söngvari í hljómsveitinni Færibandinu. Júlí Heiðar þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið einn dáðasti söngvari landsins og er reynslubolti í Söngvakeppninni en hann keppti síðast árið 2017 með lagið Heim ásamt Þórdísi Birnu. Hann hefur undanfarin ár verið duglegur að gefa út hugljúfa dægurlagasmelli, líkt og Ástin heldur vöku og Farfuglar. Barnsmóðir Júlí Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur líka tekið þátt í Söngvakeppninni. Það gerði hún með Reykjavíkurdætrum sem komust í úrslitaeinvígið árið 2022 en lutu í lægra haldi gegn Systrum.
Eurovision Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Tónlist Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04 Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00 Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04
Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00
Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01