Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 15:59 Júlí Heiðar og Ágúst Þór eru meðal þeirra tíu keppenda sem taka þátt í undankeppni Söngvakeppninnar. Tónlistarmennirnir Júlí Heiðar Halldórsson og Ágúst Þór Brynjarsson eru meðal þeirra sem munu stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Þeir eru meðal tíu keppenda sem eygja von um að verða fulltrúar Íslands í Eurovision. Þetta herma heimildir fréttastofu. Júlí Heiðar og Ágúst Þór munu stíga á svið hvor með sitt lagið í Söngvakeppninni, sem hefst þann 8. febrúar næstkomandi í Ríkisútvarpinu. Áður hefur umboðsmaður Iceguys Máni Pétursson sagt af og frá að strákasveitin vinsæla muni taka þátt í keppninni. Keppendurnir verða svo formlega kynntir til leiks 17. janúar og hefur ríkt mikil leynd um hverjir taka þátt eins og hefð segir til um. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum bera sigur úr býtum. Fyrri undanúrslitin eru 8. febrúar, seinni undanúrslitin 15. febrúar og úrslitakvöldið þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision í Basel í Sviss í maí verður valið. Ágúst er ungur og upprennandi tónlistarmaður, búsettur á Akureyri. Síðastliðið sumar steig hann inn fyrir Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvara Stuðlabandsins, og kom fram með bandinu á öll stærstu útihátíðum landsins. Áður hefur Ágúst verið söngvari í hljómsveitinni Færibandinu. Júlí Heiðar þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið einn dáðasti söngvari landsins og er reynslubolti í Söngvakeppninni en hann keppti síðast árið 2017 með lagið Heim ásamt Þórdísi Birnu. Hann hefur undanfarin ár verið duglegur að gefa út hugljúfa dægurlagasmelli, líkt og Ástin heldur vöku og Farfuglar. Barnsmóðir Júlí Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur líka tekið þátt í Söngvakeppninni. Það gerði hún með Reykjavíkurdætrum sem komust í úrslitaeinvígið árið 2022 en lutu í lægra haldi gegn Systrum. Eurovision Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Tónlist Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04 Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00 Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Júlí Heiðar og Ágúst Þór munu stíga á svið hvor með sitt lagið í Söngvakeppninni, sem hefst þann 8. febrúar næstkomandi í Ríkisútvarpinu. Áður hefur umboðsmaður Iceguys Máni Pétursson sagt af og frá að strákasveitin vinsæla muni taka þátt í keppninni. Keppendurnir verða svo formlega kynntir til leiks 17. janúar og hefur ríkt mikil leynd um hverjir taka þátt eins og hefð segir til um. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum bera sigur úr býtum. Fyrri undanúrslitin eru 8. febrúar, seinni undanúrslitin 15. febrúar og úrslitakvöldið þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision í Basel í Sviss í maí verður valið. Ágúst er ungur og upprennandi tónlistarmaður, búsettur á Akureyri. Síðastliðið sumar steig hann inn fyrir Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvara Stuðlabandsins, og kom fram með bandinu á öll stærstu útihátíðum landsins. Áður hefur Ágúst verið söngvari í hljómsveitinni Færibandinu. Júlí Heiðar þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið einn dáðasti söngvari landsins og er reynslubolti í Söngvakeppninni en hann keppti síðast árið 2017 með lagið Heim ásamt Þórdísi Birnu. Hann hefur undanfarin ár verið duglegur að gefa út hugljúfa dægurlagasmelli, líkt og Ástin heldur vöku og Farfuglar. Barnsmóðir Júlí Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur líka tekið þátt í Söngvakeppninni. Það gerði hún með Reykjavíkurdætrum sem komust í úrslitaeinvígið árið 2022 en lutu í lægra haldi gegn Systrum.
Eurovision Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Tónlist Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04 Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00 Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. 15. október 2024 07:04
Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. 27. mars 2024 13:00
Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. 3. janúar 2025 15:01