Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 19:31 Will Zalatoris og Cameron Davis gerðu klaufaleg mistök og var líka refsað fyrir það. Getty/Tracy Wilcox/Sarah Stier Atvinnukylfingarnir Cameron Davis og Will Zalatoris gerðu afdrifarík mistök á Sentry golfmótinu á Havaí um helgina. Menn hafa nú reiknað að mistökin hafi kostað þá samanlagt meira en þrjú hundruð þúsund Bandaríkjadali eða meira en 47 milljónir króna. BBC segir frá. Mistökin urðu á fimmtándu holu á lokahringnum. Þeir slógu þá fyrir mistök golfbolta hvors annars. Báðir fengu þeir tvö högg í víti fyrir vikið. Þeir voru að slá sitt þriðja högg á holunni þegar þeir rugluðust á boltum. Regluverðir mótsins létu þá endurtaka þriðja höggið en það var ekki lengur þriðja höggið þeirra heldur það fimmta. Án þess að fá þessa tveggja högga refsingu þá hefðu þeir Davis og Zalatoris unnið sér inn samtals 339 þúsund Bandaríkjadölum meira eða 47,5 milljónum meira talið í íslenskum krónum. Davis endaði á því að spila á 22 höggum undir pari og hann fékk vissulega 410 þúsund dali í verðlaunafé eða 57,5 milljónir. Hann hefði fengið rúmlega 715 þúsund dali án refsihögganna sem eru meira en hundrað milljónir króna. Zalatoris spilaði á 19 höggum undir pari og fékk 163 þúsund dali í verðlaunafé eða 22,9 milljónir. Án refsingarinnar hefði hann fengið 283 þúsund dali eða 39,7 milljónir. Japaninn Hideki Matsuyama vann mótið. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Menn hafa nú reiknað að mistökin hafi kostað þá samanlagt meira en þrjú hundruð þúsund Bandaríkjadali eða meira en 47 milljónir króna. BBC segir frá. Mistökin urðu á fimmtándu holu á lokahringnum. Þeir slógu þá fyrir mistök golfbolta hvors annars. Báðir fengu þeir tvö högg í víti fyrir vikið. Þeir voru að slá sitt þriðja högg á holunni þegar þeir rugluðust á boltum. Regluverðir mótsins létu þá endurtaka þriðja höggið en það var ekki lengur þriðja höggið þeirra heldur það fimmta. Án þess að fá þessa tveggja högga refsingu þá hefðu þeir Davis og Zalatoris unnið sér inn samtals 339 þúsund Bandaríkjadölum meira eða 47,5 milljónum meira talið í íslenskum krónum. Davis endaði á því að spila á 22 höggum undir pari og hann fékk vissulega 410 þúsund dali í verðlaunafé eða 57,5 milljónir. Hann hefði fengið rúmlega 715 þúsund dali án refsihögganna sem eru meira en hundrað milljónir króna. Zalatoris spilaði á 19 höggum undir pari og fékk 163 þúsund dali í verðlaunafé eða 22,9 milljónir. Án refsingarinnar hefði hann fengið 283 þúsund dali eða 39,7 milljónir. Japaninn Hideki Matsuyama vann mótið. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira