Erlent

Kuldaboli bítur Banda­ríkja­menn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Snjónum hefur kyngt niður víða í Bandaríkjunum. 
Snjónum hefur kyngt niður víða í Bandaríkjunum.  AP Photo/Joshua A. Bickel

Mikið vetrarveður gengur nú yfir Bandaríkin og hefur áhrif á um sextíu milljónir manna í rúmlega þrátíu ríkjum.

Veðurfræðingar spá því að met sem staðið hafa í rúman áratug gætu fallið, bæði hvað varðar snjókomu og frost. Svokallað Polar Vortex, eða hvelkjarni upp á Íslensku, hefur þessi áhrif, en þá kemur gríðarlegt magn af köldu lofti frá Norðurpólnum og inn að miðríkjum Bandaríkjanna.

Þúsundum flugferða hefur nú þegar verið frestað eða þeim aflýst og skólum hefur verið lokað auk þess sem samgöngur eru víða úr skorðum. Búist er við því að ástandið verði verst í dag í ríkjunum Kansas og Missouri og þar hefur neyðarástandi verið lýst yfir.

Það hefur raunar einnig verið gert í Kentucky, Virginíu, Vestur-Virginíu og Arkansas. Í New Jersey er svo neyðarástand á nokkrum svæðum í ríkinu. Vonir standa þó til að það versta verði yfirstaðið strax í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×