Asninn að baki Asna allur Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 19:09 Perry var myndarasni og snerti við mörgum í Palo Alto-borg. Hann varð síðan fyrirmyndin að hinum ástsæla Asna úr Shrek-myndunum. Asninn Perry sem var fyrirmyndin að Asna í myndunum um Shrek er dauður en hann varð 30 ára. Þetta kemur fram í bandaríska fréttamiðlinum Palo Alto Online. Dýraþjálfarinn Jenny Kiratli sagði við miðilinn að asninn hafi verið svæfður á fimmtudag eftir erfiða baráttu við hófsperru. Perry fæddist árið 1994 og flutti árið 1997 í almenningsgarðinn Bol Park í borginni Palo Alto í Kaliforníu. Hann varði stærstum hluta ævi sinnar með asnanum Miner Forty Niner sem dó árið 2016. Perry vann það sér til frægðar að vera fyrirmyndin að karakternum Asna, helstu hjálparhellu tröllkarlsins Shrek, í fjórum Shrek-myndum. Bandaríski leikarinn Eddy Murphy talaði fyrir Asna í myndunum en í íslensku talsetningunni blés Laddi lífi í asnann. Hér fyrir nðean má sjá þegar Shrek rekst í fyrsta skiptið á hinn talandi Asna. Hófsperra dró hann til dauða Perry hafði glímt við hófsperru í einhvern tíma og lifði við gríðarlegann sársauka vegna þess. Þar að auki gat hann illa beitt afturfæti sínum vinstra megin og stóð því oft á þremur fótum. Að sögn starfsmanna í Bol-garði var allt gert til að lina sársauka Perry, margra mánaða nálastungumeðferð, laser-ljósameðferð og nudd. Hins vegar varð ljóst fyrr í vikunni hvert stefndi. Hér má sjá asnann Perry í góðum gír í sumar. „Hann var greinilega mjög þjáður. Hann er búinn að vera á miklum verkjalyfum. Og við vorum með starfsmenn hjá honum allan daginn að fylgjast með honum í von um að eitthvað myndi lagast,“ sagði Kiratli. Hún segir dauða asnans hafa verið friðsælan og meira en tólf starfsmenn hafi verið hjá honum þegar hann dó. Eftir að hann var svæfður var líki hans haldið í haganum í nokkra tíma til að félögum hans, ösnunum April og Buddy, væri ljóst að hann væri dáinn. Perry var frægur í Palo Alto og mætti fjöldi fólks í þrítugsafmæli hans í júní, þar á meðal þáverandi borgarstjóri Greer Stone. Þá lagði borgin einnig til tíu þúsund Bandaríkjadali (tæplega 1,4 milljón íslenskra króna) í sjúkrasjóð asnans. Meðalaldur asna er einmitt þrjátíu ár en þeir geta orðið allt að fjörutíu ára gamlir. Asninn sem hættir ekki að tala Þó Shrek sé aðalstjarna Shrek-myndanna gefur hinn kjaftfori og málglaði Asni honum ekkert eftir. Fyrsta Shrek-myndin kom út 2001 og næstu níu árin bættust þrjár framhaldsmyndir við með reglulegu millibili. Von er á fimmtu myndinni á næsta ári, 25 árum eftir útgáfu þeirrar fyrstu. Að sögn Kiratli bjó einn af teiknurum sem vann við gerð Shrek nálægt Bol-garði og benti kona hans honum á túnið þar sem Perry lifði. Hann fór síðan með hóp teiknara í garðinn og vörðu þeir nokkrum tímum með Perry til að ná honum almennilega. Þar með varð asninn Perry hluti af kvikmyndasögunni. View this post on Instagram A post shared by Barron Park Donkeys (@bpdonkeys) Dýr Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Sjá meira
Þetta kemur fram í bandaríska fréttamiðlinum Palo Alto Online. Dýraþjálfarinn Jenny Kiratli sagði við miðilinn að asninn hafi verið svæfður á fimmtudag eftir erfiða baráttu við hófsperru. Perry fæddist árið 1994 og flutti árið 1997 í almenningsgarðinn Bol Park í borginni Palo Alto í Kaliforníu. Hann varði stærstum hluta ævi sinnar með asnanum Miner Forty Niner sem dó árið 2016. Perry vann það sér til frægðar að vera fyrirmyndin að karakternum Asna, helstu hjálparhellu tröllkarlsins Shrek, í fjórum Shrek-myndum. Bandaríski leikarinn Eddy Murphy talaði fyrir Asna í myndunum en í íslensku talsetningunni blés Laddi lífi í asnann. Hér fyrir nðean má sjá þegar Shrek rekst í fyrsta skiptið á hinn talandi Asna. Hófsperra dró hann til dauða Perry hafði glímt við hófsperru í einhvern tíma og lifði við gríðarlegann sársauka vegna þess. Þar að auki gat hann illa beitt afturfæti sínum vinstra megin og stóð því oft á þremur fótum. Að sögn starfsmanna í Bol-garði var allt gert til að lina sársauka Perry, margra mánaða nálastungumeðferð, laser-ljósameðferð og nudd. Hins vegar varð ljóst fyrr í vikunni hvert stefndi. Hér má sjá asnann Perry í góðum gír í sumar. „Hann var greinilega mjög þjáður. Hann er búinn að vera á miklum verkjalyfum. Og við vorum með starfsmenn hjá honum allan daginn að fylgjast með honum í von um að eitthvað myndi lagast,“ sagði Kiratli. Hún segir dauða asnans hafa verið friðsælan og meira en tólf starfsmenn hafi verið hjá honum þegar hann dó. Eftir að hann var svæfður var líki hans haldið í haganum í nokkra tíma til að félögum hans, ösnunum April og Buddy, væri ljóst að hann væri dáinn. Perry var frægur í Palo Alto og mætti fjöldi fólks í þrítugsafmæli hans í júní, þar á meðal þáverandi borgarstjóri Greer Stone. Þá lagði borgin einnig til tíu þúsund Bandaríkjadali (tæplega 1,4 milljón íslenskra króna) í sjúkrasjóð asnans. Meðalaldur asna er einmitt þrjátíu ár en þeir geta orðið allt að fjörutíu ára gamlir. Asninn sem hættir ekki að tala Þó Shrek sé aðalstjarna Shrek-myndanna gefur hinn kjaftfori og málglaði Asni honum ekkert eftir. Fyrsta Shrek-myndin kom út 2001 og næstu níu árin bættust þrjár framhaldsmyndir við með reglulegu millibili. Von er á fimmtu myndinni á næsta ári, 25 árum eftir útgáfu þeirrar fyrstu. Að sögn Kiratli bjó einn af teiknurum sem vann við gerð Shrek nálægt Bol-garði og benti kona hans honum á túnið þar sem Perry lifði. Hann fór síðan með hóp teiknara í garðinn og vörðu þeir nokkrum tímum með Perry til að ná honum almennilega. Þar með varð asninn Perry hluti af kvikmyndasögunni. View this post on Instagram A post shared by Barron Park Donkeys (@bpdonkeys)
Dýr Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Sjá meira