Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Aron Guðmundsson skrifar 5. janúar 2025 09:31 Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands Vísir/Einar Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð frá forsvarsmönnum ÍSÍ sem lofi góðu um framhaldið hvað úthlutun varðar. Búið er að samþykkja úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025 upp á alls rúmar 519 milljónir króna. KSÍ er eina sérsambandið innan ÍSÍ, sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár, sem fær ekki krónu úr sjóðnum og hefur ekki fengið frá árinu 2017. Það þykir mönnum á Laugardalsvelli miður. „Fyrst og fremst eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Þorvaldur við íþróttadeild. „Ég ætla nú samt að taka það fram að ég fagna því fyrir hönd hinna sérsambandanna að þau séu að fá fé. Auknar tekjur fyrir þau og ég gleðst fyrir þeirra hönd og fyrir þau að fá fjármagn inn en fyrir okkur er þetta ekki gott. Við teljum okkur eiga rétt á að fá inn fé úr þessum afreksjóði en því miður erum við enn og aftur ekki að fá úthlutun. Höfum ekki fengið síðan árið 2017.“ „Það segir sig sjálft að það yrði mjög gott að hluta af þessari úthlutun inn í reksturinn og hreyfinguna. Við gætum þá gert fleiri hluti. Við höfum þurft að skera svolítið niður hjá okkur á þessu ári en höfum verið með mjög ábyrgan rekstur undanfarið ár. Við verðum að átta okkur á því að knattspyrnuhreyfingin er stærsta hreyfingin innan vébanda ÍSÍ. Hún er stór og innan ÍSÍ erum við með ansi marga iðkendur. Við erum í rauninni bara að biðja um smá sanngirni. Að það sé horft til þess að við erum stór fjöldahreyfing. Við erum hvað svekktastir með það. Við viljum að það sé sanngirni í þessu. Að það sé horft fram veginn og séð hvað við erum að gera. Það er úthlutað til allra, enn og aftur þá fagna ég fyrir hönd hinna, en við viljum fá hluta af þessu líka.“ Skýringar ÍSÍ á því eru á þá leið að fjárhagsstaða KSÍ sé einfaldlega of góð. Þörfin á fé úr afrekssjóði sé einfaldlega meiri hjá minni sérsamböndum. „Þetta var svo sem sett inn í regluverkið í kringum afreksjóðinn og þvíumlíkt en það segir sig sjálft að við erum að reka þetta með ábyrgum hætti. Við gerum það vel en 2023 var ekki gott ár fyrir sambandið. Stórt tap þá en við erum að sýna ábyrgð og reka þetta vel. Við getum ekki einn daginn öll staðið saman og verið vinir í skóginum og svo þegar að farið er að úthluta fáum við ekki neitt.“ Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir KSÍ því framlag ríkisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá síðasta ári og á að úthluta hluta af því fjármagni til sérsambanda á árinu. „Ég vona að með meira fjármagni, sem á að koma inn núna í byrjun árs, um sex hundruð milljónir sem menn hafa fengið inn og eftir að hafa átt gott samtal við forystumenn ÍSÍ þá er það okkar skilningur að við séum að fara fá inn hér styrk frá þeim á nýju ári.“ En þegar að þið sækið um, með reynslu síðastliðinna ára í huga, varstu bjartsýnn á að fá úthlutun úr afrekssjóðnum? „Ég var svo einfaldur já. Ég hélt það en það var greinilega ekki. Ég tel okkur hafa unnið heiðarlega að því og á kurteisan og sanngjarnan máta. Ég vona það svo sannarlega, og eiginlega vona það ekki, ég tel mig hafa fengið hálfgert loforð um það að við fáum eitthvað úr því. Sem betur fer er það mjög gott.“ KSÍ ÍSÍ Fótbolti Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Búið er að samþykkja úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025 upp á alls rúmar 519 milljónir króna. KSÍ er eina sérsambandið innan ÍSÍ, sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár, sem fær ekki krónu úr sjóðnum og hefur ekki fengið frá árinu 2017. Það þykir mönnum á Laugardalsvelli miður. „Fyrst og fremst eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Þorvaldur við íþróttadeild. „Ég ætla nú samt að taka það fram að ég fagna því fyrir hönd hinna sérsambandanna að þau séu að fá fé. Auknar tekjur fyrir þau og ég gleðst fyrir þeirra hönd og fyrir þau að fá fjármagn inn en fyrir okkur er þetta ekki gott. Við teljum okkur eiga rétt á að fá inn fé úr þessum afreksjóði en því miður erum við enn og aftur ekki að fá úthlutun. Höfum ekki fengið síðan árið 2017.“ „Það segir sig sjálft að það yrði mjög gott að hluta af þessari úthlutun inn í reksturinn og hreyfinguna. Við gætum þá gert fleiri hluti. Við höfum þurft að skera svolítið niður hjá okkur á þessu ári en höfum verið með mjög ábyrgan rekstur undanfarið ár. Við verðum að átta okkur á því að knattspyrnuhreyfingin er stærsta hreyfingin innan vébanda ÍSÍ. Hún er stór og innan ÍSÍ erum við með ansi marga iðkendur. Við erum í rauninni bara að biðja um smá sanngirni. Að það sé horft til þess að við erum stór fjöldahreyfing. Við erum hvað svekktastir með það. Við viljum að það sé sanngirni í þessu. Að það sé horft fram veginn og séð hvað við erum að gera. Það er úthlutað til allra, enn og aftur þá fagna ég fyrir hönd hinna, en við viljum fá hluta af þessu líka.“ Skýringar ÍSÍ á því eru á þá leið að fjárhagsstaða KSÍ sé einfaldlega of góð. Þörfin á fé úr afrekssjóði sé einfaldlega meiri hjá minni sérsamböndum. „Þetta var svo sem sett inn í regluverkið í kringum afreksjóðinn og þvíumlíkt en það segir sig sjálft að við erum að reka þetta með ábyrgum hætti. Við gerum það vel en 2023 var ekki gott ár fyrir sambandið. Stórt tap þá en við erum að sýna ábyrgð og reka þetta vel. Við getum ekki einn daginn öll staðið saman og verið vinir í skóginum og svo þegar að farið er að úthluta fáum við ekki neitt.“ Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir KSÍ því framlag ríkisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá síðasta ári og á að úthluta hluta af því fjármagni til sérsambanda á árinu. „Ég vona að með meira fjármagni, sem á að koma inn núna í byrjun árs, um sex hundruð milljónir sem menn hafa fengið inn og eftir að hafa átt gott samtal við forystumenn ÍSÍ þá er það okkar skilningur að við séum að fara fá inn hér styrk frá þeim á nýju ári.“ En þegar að þið sækið um, með reynslu síðastliðinna ára í huga, varstu bjartsýnn á að fá úthlutun úr afrekssjóðnum? „Ég var svo einfaldur já. Ég hélt það en það var greinilega ekki. Ég tel okkur hafa unnið heiðarlega að því og á kurteisan og sanngjarnan máta. Ég vona það svo sannarlega, og eiginlega vona það ekki, ég tel mig hafa fengið hálfgert loforð um það að við fáum eitthvað úr því. Sem betur fer er það mjög gott.“
KSÍ ÍSÍ Fótbolti Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn