Sport

Þessi hlutu at­kvæði sem Íþrótta­maður ársins, lið ársins og þjálfari ársins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt stutta ræðu í upphafi kvölds.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt stutta ræðu í upphafi kvölds. Vísir/Hulda Margrét

Í kvöld var Glódís Perla Viggósdóttir kosin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hér að neðan má sjá hver fengu atkvæði en Glódís Perla vann með fullt hús stiga. 

Það verður ekki annað sagt en Glódís Perla hafi borið af en hún hlaut fullt hús stiga. Þá voru þrjár konur í efstu þremur sætunum.

Íþróttamaður ársins 2024

1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480

2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217

3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159

4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156

5. Anton Sveinn McKee, sund 131

6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94

7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69

8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67

9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57

10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53

11. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar 48

12. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur 42

13. Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur 37

14. Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur 36

15. Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 30

16. Daníel Ingi Egilsson, frjálsíþróttir 29

17. Benedikt Gunnar Óskarsson, handknattleikur 16

18. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, knattspyrna 9

19.-20. Aron Pálmarsson, handknattleikur 7

Elín Klara Þorkelsdóttir, handknattleikur 7

21. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna 4

22. Sara Rún Hinriksdóttir, körfuknattleikur 2

23.-24. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, handknattleikur 1

Kristinn Pálsson, körfuknattleikur 1

Þórir Hergeirsson var kjörinn þjálfari ársins. Hann hlaut sömu verðlaun í Noregi. Hann vann einnig með miklum yfirburðum.

Þjálfari ársins

1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116

2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48

3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17

4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15

5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9

6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6

7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5

Karlalið Vals var kjörið lið ársins en má segja að það hafi verið jafnasta kosningin. 

Lið ársins

1. Valur handbolti karla 67

2. Ísland hópfimleikar kvenna 53

3. Ísland fótbolti kvenna 41

4. Valur handbolti kvenna 30

5. Víkingur fótbolti karla 14

6. Ísland körfubolti karla 6

7. FH handbolti karla 3

8.-9. Breiðablik fótbolti karla 1

Ísland handbolti kvenna 1

Þá var Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ og Björg Elín Guðmundsdóttir var útnefnd Íþróttaeldhugi ársins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×