Körfubolti

Haukar og Hamar/Þór með góða sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þóra Kristín var ekki langt frá þrefaldri tvennu.
Þóra Kristín var ekki langt frá þrefaldri tvennu. vísir/Diego

Haukar og Hamar/Þór unnu góða sigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar lögðu Stjörnuna örugglega á meðan Hamar/Þór vann nýliðaslaginn gegn Aþenu.

Haukar hóf leik sinn í Ólafssal af krafti og leiddu með 12 stigum í hálfleik, staðan þá 48-36. Góður þriðji leikhluti gaf gestunum úr Garðabæ von en sú von lifði ekki lengi þar sem Haukar gengu frá leiknum í fjórða og síðasta leikhluta. Lokatölur 89-71 og Haukar sem fyrr á toppi deildarinnar eftir sigur dagsins.

Lore Devos var stigahæst í liði Hauka með 25 stig ásamt því að taka 8 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 24 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Denia Davis-Stewart var stigahæst í liði Stjörnunnar með 21 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa eina stoðsendingu. Kolbrún María Ármannsdóttir kom þar á eftir með 15 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar.

Á Suðurlandinu vann Hamar/Þór öruggan 17 stiga sigur á Aþenu, lokatölur 100-83. Abby Claire Beeman var að venju allt í öllu í liði heimakvenna. Hún endaði með þrefalda tvennu: 32 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir kom þar á eftir með 24 stig. Í liði Aþenu var Violet Morrow stigahæst með 24 stig.

Á vef KKÍ má finna stöðuna í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×