„Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 14:34 Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti þessa mynd af aðstæðum við Hvítá í gær. mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur suðurlands Flóð vegna klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði er að mestu samt við sig miðað við í gærkvöldi og hafa litlar breytingar orðið á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurlandi, almannavarnir og Veðurstofan fylgjast grannt með stöðu mála. Vatn tók að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði á fimmtudaginn vegna klakastíflu sem hefur myndast þar undanfarna daga. Steinunn Helgadóttir, náttúrúvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að miðað við mælingar sé það eina nýja í stöðunni að vatnshæðin hafi farið mjög hægt lækkandi síðan í gærkvöldi. Vatnshæðin sé nú komin rétt fyrir neðan hæð stíflu flóaveitunnar. Enn sé þó gert ráð fyrir að það flæði yfir bakkanna. „Við erum með gulan borða á vefsíðunni þar sem hægt er að fræðast um þetta og líka inni á fréttatilkynningunni okkar í gær. Þar er hægt að opna skýrslu sem var gerð árið 2019, þar sem farið er yfir ýmsar sviðsmyndir um hvað getur gerst. Sumar sviðsmyndirnar eru rosalega ofsafengnar og eru ekki líklegar núna, því það flæðir ekki jafn mikið úr ánni og var gert fyrir í þeirri skýrslu.“ Hún tekur fram að þó að vatnshæðin fari lækkandi má búast við að ástandið taki ekki miklum breytingum á næstu dögum vegna frosts. Spurð hvort að það séu einhver ákveðin tilmæli til almennings vegna flóðsins segir Steinunn: „Það er bara þetta almenna, að fara varlega á þessu svæði og þetta helsta. Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu. Ég held að þau séu vön að það flæði á þessu svæði. Það er algengt að það verði ísstífla á þessu svæði.“ Lítið sé hægt að segja fyrir vissu um stöðuna að svo stöddu en von er á myndefni frá lögreglunni á Selfossi hvað úr hverju. Lögreglan hélt í átt að Hvítá, fyrr í dag til að taka myndir af ánni með dróna. Flóahreppur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Vatn tók að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði á fimmtudaginn vegna klakastíflu sem hefur myndast þar undanfarna daga. Steinunn Helgadóttir, náttúrúvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að miðað við mælingar sé það eina nýja í stöðunni að vatnshæðin hafi farið mjög hægt lækkandi síðan í gærkvöldi. Vatnshæðin sé nú komin rétt fyrir neðan hæð stíflu flóaveitunnar. Enn sé þó gert ráð fyrir að það flæði yfir bakkanna. „Við erum með gulan borða á vefsíðunni þar sem hægt er að fræðast um þetta og líka inni á fréttatilkynningunni okkar í gær. Þar er hægt að opna skýrslu sem var gerð árið 2019, þar sem farið er yfir ýmsar sviðsmyndir um hvað getur gerst. Sumar sviðsmyndirnar eru rosalega ofsafengnar og eru ekki líklegar núna, því það flæðir ekki jafn mikið úr ánni og var gert fyrir í þeirri skýrslu.“ Hún tekur fram að þó að vatnshæðin fari lækkandi má búast við að ástandið taki ekki miklum breytingum á næstu dögum vegna frosts. Spurð hvort að það séu einhver ákveðin tilmæli til almennings vegna flóðsins segir Steinunn: „Það er bara þetta almenna, að fara varlega á þessu svæði og þetta helsta. Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu. Ég held að þau séu vön að það flæði á þessu svæði. Það er algengt að það verði ísstífla á þessu svæði.“ Lítið sé hægt að segja fyrir vissu um stöðuna að svo stöddu en von er á myndefni frá lögreglunni á Selfossi hvað úr hverju. Lögreglan hélt í átt að Hvítá, fyrr í dag til að taka myndir af ánni með dróna.
Flóahreppur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira