Meistararnir unnu annan leikinn í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 14:33 Skoraði tvö í dag. Catherine Ivill/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City voru ekki í vandræðum þegar West Ham United kom í heimsókn. Meistararnir eru nú komnir á beinu brautina eftir tvo sigra í röð í ensku úrvalsdeild karla. Lokatölur á Etihad-vellinum 4-1 heimamönnum í vil. Savinho fór mikinn í liði heimamanna í dag en á 10. mínútu átti hann skot sem fór af Vladimir Coufal og í netið. Brasilíumaðurinn lagði svo upp annað mark heimamanna en það skoraði markamaskínan frá Noregi, Erling Haaland, staðan 2-0 í hálfleik. Heimamenn gerðu út um leikinn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Um var að ræða sömu uppskrift og í öðru markinu, Savinho gaf á Haaland sem skoraði. Örskömmu síðar átti Kevin De Bruyne sendingu á Phil Foden sem bætti við fjórða marki Manchester City. Niclas Füllkrug minnkaði muninn fyrir Hamrana en nær komust gestirnir ekki og lokatölur 4-1 á Etihad-vellinum í Manchester. Manchester City er nú með 34 stig í 6. sæti að loknum 20 leikjum, aðeins tveimur stigum frá Chelsea í 4. sætinu. West ham er á sama tíma í 13. sæti með 23 stig. Enski boltinn Fótbolti
Englandsmeistarar Manchester City voru ekki í vandræðum þegar West Ham United kom í heimsókn. Meistararnir eru nú komnir á beinu brautina eftir tvo sigra í röð í ensku úrvalsdeild karla. Lokatölur á Etihad-vellinum 4-1 heimamönnum í vil. Savinho fór mikinn í liði heimamanna í dag en á 10. mínútu átti hann skot sem fór af Vladimir Coufal og í netið. Brasilíumaðurinn lagði svo upp annað mark heimamanna en það skoraði markamaskínan frá Noregi, Erling Haaland, staðan 2-0 í hálfleik. Heimamenn gerðu út um leikinn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Um var að ræða sömu uppskrift og í öðru markinu, Savinho gaf á Haaland sem skoraði. Örskömmu síðar átti Kevin De Bruyne sendingu á Phil Foden sem bætti við fjórða marki Manchester City. Niclas Füllkrug minnkaði muninn fyrir Hamrana en nær komust gestirnir ekki og lokatölur 4-1 á Etihad-vellinum í Manchester. Manchester City er nú með 34 stig í 6. sæti að loknum 20 leikjum, aðeins tveimur stigum frá Chelsea í 4. sætinu. West ham er á sama tíma í 13. sæti með 23 stig.