Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 10:38 Arne Slot hefur enn vart stigið feilspor sem knattspyrnustjóri Liverpool. getty Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi. United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum í röð, án þess að skora mark, og alls tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er því í 14. sæti, aðeins með 22 stig eftir 19 leiki, sjö stigum frá fallsæti. Á meðan er Liverpool í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 45 stig, sex stigum fyrir ofan Arsenal og með leik til góða. Arne Slot virðist hins vegar hafa trú á að mun meira búi í United-liðinu en það hefur hingað til sýnt undir stjórn Rúben Amorim, og var ekki skemmt yfir spurningu um hvort að hann myndi nýta leikinn á sunnudag til að veita leikmönnum hvíld: „Nei. Auðvitað ætlum við ekki að hvíla leikmenn. Að mínu mati eru þeir með mun betri leikmenn en taflan sýnir í augnablikinu. Það gæti tekið sinn tíma fyrir Rúben Amorim að ná því fram hjá leikmönnunum en þeir eru mun betri en taflan sýnir,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður nánar út í Amorim og gengi United eftir að Portúgalinn tók við liðinu í nóvember. „Allir knattspyrnustjórar geta fundið til með öðrum stjórum. Við vitum allir hversu mikil pressa fylgir þessu starf. Það er eitthvað sem við sækjumst eftir. Hann stóð sig vel með Sporting og er með góðan hóp í höndunum svo ég tel að hann muni ná fram því besta úr þeim,“ sagði Slot. Gomez úr leik en Konate að snúa aftur Slot fór einnig yfir meiðslastöðuna hjá Liverpool en ljóst er að Joe Gomez spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á sunnudag. „Joe er ekki á góðum stað varðandi sín meiðsli, hann verður úr leik í nokkrar vikur. Conor [Bradley] og Ibou [Konate] æfa með okkur í dag í fyrsta sinn. Þeir hafa lagt hart að sér til að snúa aftur í liðið. Næst er að sjá hvernig þeir höndla liðsæfingar,“ sagði Slot. Trent Alexander-Arnold skoraði gegn West Ham á sunnudaginn. Hann hefur verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.Getty/Rob Newell „Get sagt ykkur að hann spilar á sunnudaginn“ Hollendingurinn var einnig spurður út í Trent Alexander-Arnold, sem orðaður hefur verið við Real Madrid. Félagaskiptaglugginn er nú opinn og síðasti séns fyrir Liverpool að selja Alexander-Arnold takist ekki að gera nýjan samning við hann fyrir sumarið. „Ég get sagt ykkur það að hann spilar á sunnudaginn og vonandi sýnir hann sömu frammistöðu og hann hefur sýnt síðasta hálfa árið. Hann átti ótrúlegan leik gegn West Ham. Ég sé hann leggja sig allan fram á æfingum alla daga,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum í röð, án þess að skora mark, og alls tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er því í 14. sæti, aðeins með 22 stig eftir 19 leiki, sjö stigum frá fallsæti. Á meðan er Liverpool í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 45 stig, sex stigum fyrir ofan Arsenal og með leik til góða. Arne Slot virðist hins vegar hafa trú á að mun meira búi í United-liðinu en það hefur hingað til sýnt undir stjórn Rúben Amorim, og var ekki skemmt yfir spurningu um hvort að hann myndi nýta leikinn á sunnudag til að veita leikmönnum hvíld: „Nei. Auðvitað ætlum við ekki að hvíla leikmenn. Að mínu mati eru þeir með mun betri leikmenn en taflan sýnir í augnablikinu. Það gæti tekið sinn tíma fyrir Rúben Amorim að ná því fram hjá leikmönnunum en þeir eru mun betri en taflan sýnir,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður nánar út í Amorim og gengi United eftir að Portúgalinn tók við liðinu í nóvember. „Allir knattspyrnustjórar geta fundið til með öðrum stjórum. Við vitum allir hversu mikil pressa fylgir þessu starf. Það er eitthvað sem við sækjumst eftir. Hann stóð sig vel með Sporting og er með góðan hóp í höndunum svo ég tel að hann muni ná fram því besta úr þeim,“ sagði Slot. Gomez úr leik en Konate að snúa aftur Slot fór einnig yfir meiðslastöðuna hjá Liverpool en ljóst er að Joe Gomez spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á sunnudag. „Joe er ekki á góðum stað varðandi sín meiðsli, hann verður úr leik í nokkrar vikur. Conor [Bradley] og Ibou [Konate] æfa með okkur í dag í fyrsta sinn. Þeir hafa lagt hart að sér til að snúa aftur í liðið. Næst er að sjá hvernig þeir höndla liðsæfingar,“ sagði Slot. Trent Alexander-Arnold skoraði gegn West Ham á sunnudaginn. Hann hefur verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.Getty/Rob Newell „Get sagt ykkur að hann spilar á sunnudaginn“ Hollendingurinn var einnig spurður út í Trent Alexander-Arnold, sem orðaður hefur verið við Real Madrid. Félagaskiptaglugginn er nú opinn og síðasti séns fyrir Liverpool að selja Alexander-Arnold takist ekki að gera nýjan samning við hann fyrir sumarið. „Ég get sagt ykkur það að hann spilar á sunnudaginn og vonandi sýnir hann sömu frammistöðu og hann hefur sýnt síðasta hálfa árið. Hann átti ótrúlegan leik gegn West Ham. Ég sé hann leggja sig allan fram á æfingum alla daga,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira