Salah henti Suarez úr toppsætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 15:02 Mohamed Salah fagnar hér einu af fjölmörgum mörkum sínum á þessu tímabili. Getty/Liverpool Mohamed Salah hefur átt magnaðan fyrri hluta á þessu tímabili og hefur hann þegar slegið nokkur met í ensku úrvalsdeildinni. Salah var með eitt mark og tvær stoðsendingar í 5-0 sigri á West Ham í lokaleik ársins. Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeildinni. Salah á risastóran þátt í því. Hann hefur komið að marki í síðustu ellefu deildarleikjum, skorað í tíu þeirra, gefið stoðsendingu í sjö þeirra og hann hefur verið bæði með mark og stoðsendingu í sex af þessum ellefu leikjum. Allt þetta skilaði Salah sautján mörkum og þrettán stoðsendingum fyrir áramót. Hann er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Egyptinn öflugi varð um leið fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að koma að þrjátíu mörkum í fyrstu átján leikjunum sínum á tímabili. Með þessu sló hann met annars Liverpool manns. Luis Suarez náði þessu nefnilega í nítján leikjum á 2013-14 tímabilinu. Þá var Liverpool lengi í toppsætinu en missti síðan af titlinum í blálokin. Það verður fróðlegt að sjá hvort gangi betur hjá Salah og félögum að landa titlinum í vor. Erling Haaland gerði sig líklegan til að ná þessu meti Suárez í hitteðfyrra en endaði á því að koma að sínu þrítugasta marki í leik númer 22. Salah hafði náði þessu í 26 leikjum tímabilið 2021-22 en bætti sitt persónulega met um átta leiki. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Salah var með eitt mark og tvær stoðsendingar í 5-0 sigri á West Ham í lokaleik ársins. Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeildinni. Salah á risastóran þátt í því. Hann hefur komið að marki í síðustu ellefu deildarleikjum, skorað í tíu þeirra, gefið stoðsendingu í sjö þeirra og hann hefur verið bæði með mark og stoðsendingu í sex af þessum ellefu leikjum. Allt þetta skilaði Salah sautján mörkum og þrettán stoðsendingum fyrir áramót. Hann er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Egyptinn öflugi varð um leið fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að koma að þrjátíu mörkum í fyrstu átján leikjunum sínum á tímabili. Með þessu sló hann met annars Liverpool manns. Luis Suarez náði þessu nefnilega í nítján leikjum á 2013-14 tímabilinu. Þá var Liverpool lengi í toppsætinu en missti síðan af titlinum í blálokin. Það verður fróðlegt að sjá hvort gangi betur hjá Salah og félögum að landa titlinum í vor. Erling Haaland gerði sig líklegan til að ná þessu meti Suárez í hitteðfyrra en endaði á því að koma að sínu þrítugasta marki í leik númer 22. Salah hafði náði þessu í 26 leikjum tímabilið 2021-22 en bætti sitt persónulega met um átta leiki. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira