„Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. janúar 2025 22:24 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins Vísir/Anton Brink Keflavík tapaði gegn Álftanesi á heimavelli 87-89 í spennandi leik. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir leik. „Það var súrt að tapa þessu í lokin en við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum á okkur mikið af sóknarfráköstum, töpuðum boltanum mikið og við þurfum að skora meira en 87 stig ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Pétur Ingvarsson ósáttur með margt í spilamennsku Keflavíkur. Staðan var jöfn í hálfleik en Álftanes byrjaði síðari hálfleik á að gera fyrstu sautján stigin sem gerði Keflavík mjög erfitt fyrir. „Þeir gerðu sautján stig í röð og við áttum lítil svör. Það var grunnurinn að þessum sigri hjá þeim og þeir settu stór skot þegar við vorum að nálgast þetta. Þó það hafi munað litlu að við hefðum jafnað undir lokin þá töpuðum við of mörgum boltum og fengum á okkur of mikið af sóknarfráköstum.“ „Jarell fékk tvær ódýrar villur og við þurftum að taka hann út af því hann var kominn með fjórar villur sem riðlaði okkar leik. Það fór svolítið með þetta en þeir spiluðu líka flotta vörn og voru góðir. “ Leikurinn var æsispennandi undir lokin og Keflavík átti möguleika á að jafna eða komast yfir en að mati Péturs tapaðist leikurinn ekki þar. „Það var margt í þessu sem hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við unnið en það gerðist ekki. Þeir unnu þetta, stóðu sig vel og þetta var góður sigur hjá þeim. Þeir voru búnir að bíða lengi eftir þessu og Álftanes hefur aldrei unnið Keflavík í Keflavík. Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045 það er ágætt,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sjá meira
„Það var súrt að tapa þessu í lokin en við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum á okkur mikið af sóknarfráköstum, töpuðum boltanum mikið og við þurfum að skora meira en 87 stig ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Pétur Ingvarsson ósáttur með margt í spilamennsku Keflavíkur. Staðan var jöfn í hálfleik en Álftanes byrjaði síðari hálfleik á að gera fyrstu sautján stigin sem gerði Keflavík mjög erfitt fyrir. „Þeir gerðu sautján stig í röð og við áttum lítil svör. Það var grunnurinn að þessum sigri hjá þeim og þeir settu stór skot þegar við vorum að nálgast þetta. Þó það hafi munað litlu að við hefðum jafnað undir lokin þá töpuðum við of mörgum boltum og fengum á okkur of mikið af sóknarfráköstum.“ „Jarell fékk tvær ódýrar villur og við þurftum að taka hann út af því hann var kominn með fjórar villur sem riðlaði okkar leik. Það fór svolítið með þetta en þeir spiluðu líka flotta vörn og voru góðir. “ Leikurinn var æsispennandi undir lokin og Keflavík átti möguleika á að jafna eða komast yfir en að mati Péturs tapaðist leikurinn ekki þar. „Það var margt í þessu sem hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við unnið en það gerðist ekki. Þeir unnu þetta, stóðu sig vel og þetta var góður sigur hjá þeim. Þeir voru búnir að bíða lengi eftir þessu og Álftanes hefur aldrei unnið Keflavík í Keflavík. Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045 það er ágætt,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn