Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen er heimsmeistari í hraðskák og deilir nú titlinum með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo. Getty/Misha Friedman Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. Carlsen mætti Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum á gamlársdag og að tillögu Carlsen, sem Nepo samþykkti, fengu þeir á endanum að deila heimsmeistaratitlinum. Staðan var þá jöfn í leik þeirra og þeir búnir að semja um þrjú jafntefli í röð. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann, sem lýsa mætti sem svörnum óvini Carlsen allt frá því að Carlsen sakaði Niemann um svindl árið 2022, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa harðlega ákvörðunina um jafnteflið í úrslitaleiknum. Kallað eftir rannsókn Niemann hefur einnig deilt myndbandi af því þegar Carlsen sagði við Nepo, áður en forráðamenn FIDE höfðu ákveðið sig varðandi beiðnina um jafntefli: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn meðal annars á Twitter. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu.“ Segir tístið frá Carlsen hafa skýrt málið Dvorkovich hefur nú tjáð sig um málið í samtali við norska ríkismiðilinn NRK og segir: „Þetta mál verður rætt af forystu FIDE en ég held að tístið frá Magnusi í gær hafi verið mikilvægt innlegg til að útskýra málið.“ „Persónulega er ég ekki hrifinn af refsingum,“ sagði Dvorkovich sem samkvæmt grein NRK var sá sem að tók ákvörðunina um að heimila jafntefli í úrslitaleiknum. Skák Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Carlsen mætti Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum á gamlársdag og að tillögu Carlsen, sem Nepo samþykkti, fengu þeir á endanum að deila heimsmeistaratitlinum. Staðan var þá jöfn í leik þeirra og þeir búnir að semja um þrjú jafntefli í röð. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann, sem lýsa mætti sem svörnum óvini Carlsen allt frá því að Carlsen sakaði Niemann um svindl árið 2022, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa harðlega ákvörðunina um jafnteflið í úrslitaleiknum. Kallað eftir rannsókn Niemann hefur einnig deilt myndbandi af því þegar Carlsen sagði við Nepo, áður en forráðamenn FIDE höfðu ákveðið sig varðandi beiðnina um jafntefli: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn meðal annars á Twitter. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu.“ Segir tístið frá Carlsen hafa skýrt málið Dvorkovich hefur nú tjáð sig um málið í samtali við norska ríkismiðilinn NRK og segir: „Þetta mál verður rætt af forystu FIDE en ég held að tístið frá Magnusi í gær hafi verið mikilvægt innlegg til að útskýra málið.“ „Persónulega er ég ekki hrifinn af refsingum,“ sagði Dvorkovich sem samkvæmt grein NRK var sá sem að tók ákvörðunina um að heimila jafntefli í úrslitaleiknum.
Skák Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira