Lífið

Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni fagnar niðurstöðunni með servíettuna á lofti, Kristrún er ekki alveg jafnsátt en merkja má smá ánægjuglott hjá Þorgerði Katrínu.
Bjarni fagnar niðurstöðunni með servíettuna á lofti, Kristrún er ekki alveg jafnsátt en merkja má smá ánægjuglott hjá Þorgerði Katrínu. Vísir/Hulda Margrét

Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum.

Hulunni var svipt af því hvaða flokk landsmenn telja halda bestu áramótapartýin í Kryddsíld Stöðvar 2. Maskína framkvæmdi könnun á dögunum og voru niðurstöðurnar sýndar í lok þáttarins.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur reglulega blásið á fylgiskannanir í viðtölum og hvatt fólk til að einblína á niðurstöður kosninga. Í þetta skiptið var honum skemmt yfir niðurstöðunum og sveiflaði hvítri servíettunni til marks um ánægju sína.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hennar flokkur væri annar af tveimur sem náðu tuttugu prósenta múrnum. Segja má að Miðflokkurinn, Samfylkingin og Flokkur fólksins hafi svo verið í miðjumoði en Framsókn rekið lestina.

Niðurstaða könnunar Maskínu um besta áramótapartýið.

Sigurður Ingi sagði augljóst að fólk vissi ekki hve skemmtilegar veislurnar hjá Framsóknarflokknum væru. Að lokum hvatti þáttastjórnandi alla til að skella sér í áramótapartý í Garðabænum, þá væntanlega til Bjarna, sem fékk gesti til að skella upp úr. Vísaði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, til Dúfnahóla 10 í því samhengi.

Kryddsíld í heild má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

„Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“

Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa.

„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“

„Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.