Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 19:31 Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar lumar á á ýmsum góðum ráðum. Vísir/Vilhelm Of margir ruglast á áramótaheitum og markmiðum. Margir setja sér ekki nægilega sértæk markmið um áramótin, sem eru ekki heldur endilega besti tíminn fyrir slíkt þrátt fyrir allt. Þetta segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar sem ræddi áramótaheitin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ingrid segir eðlilegt að flestir horfi til þess að gera upp gamla árið og líti til þess hvað það langi að gera öðruvísi á nýju ári. Mikilvægt sé þó að vera raunverulega tilbúinn í breytingar. Sértæk markmið skila árangri „Við megum heldur ekki rugla saman áramótaheitum og markmiðum af því að áramótaheit eru oft rosalega almenn og óljós. „Ég ætla að hreyfa mig meira“ og „ég ætla að vera betri manneskja eða kærleiksríkara foreldri,“ eða eitthvað slíkt. Það er ekki markmið það er ásetningur. Ingrid segir marga rugla þessu saman. Markmið séu sértækari. Í stað þess að heita því að hreyfa sig meira eigi að setja sér til dæmis það markmið að fara í ræktina þrisvar í viku. Hún segir það vera markmið, það sé hægt að mæla. Svo þurfi líka að huga að tilgangi markmiðanna. „Hver er tilganurinn? Ekki bara að setja sér markmið, eins og maður segir á þessum tíma ársins, þá flykkjast allir í ræktina, kaupa sér árskort. Það er kannski vegna þess að það er verið að auglýsa þetta en ekki endilega það sem mig langar að gera. Kannski er betra fyrir mig að fá mér hund, fara út í náttúruna og í göngutúr á hverjum degi. Maður þarf svolítið að hugsa: Af hverju er ég að gera þetta? Hefur þetta gildi fyrir mig?“ Óljósu markmiðin og of mörg markmið Ingrid segir algengustu mistökin sem fólk geri sé að setja sér óljós markmið sem ekki sé hægt að mæla. Svo geri margir þau mistök að setja sér of mörg markmið. „Ég ætla að hætta að drekka, hætta að reykja, byrja í ræktinni, líka að fara í nám. Það er of mikið, því markmiðasetning innifelur breytingu. Við þurfum að fórna einhverju, við þurfum að leggja eitthvað á okkur til að ná markmiði þannig það er fínt að taka bara eitt markmið fyrir í einu, ná því og setja sér síðan næsta markmið.“ Ingrid segir ýmsar leiðir til í myndinni. Sumir setji sér markmið eftir ársfjórðungum. Ein leið sé svo að minnka stóru markmiðin, gera minna í einu. „Við skrifum ekki bók í einu lagi. Við skrifum einn kafla eða eina blaðsíðu. Þannig það er líka hægt að taka stórt markmið og skipta því þá niður í minni einingar, viðráðanlegri einingar. Þannig að þá verður þetta stóra fjall sem er óviðráðanlegt allt í einu að góðu markmiði, af því að ég ætla að gera eitthvað lítið á hverjum degi eða hverri viku eða hverjum mánuði.“ Tímamót Heilsa Áramót Bítið Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Þetta segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar sem ræddi áramótaheitin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ingrid segir eðlilegt að flestir horfi til þess að gera upp gamla árið og líti til þess hvað það langi að gera öðruvísi á nýju ári. Mikilvægt sé þó að vera raunverulega tilbúinn í breytingar. Sértæk markmið skila árangri „Við megum heldur ekki rugla saman áramótaheitum og markmiðum af því að áramótaheit eru oft rosalega almenn og óljós. „Ég ætla að hreyfa mig meira“ og „ég ætla að vera betri manneskja eða kærleiksríkara foreldri,“ eða eitthvað slíkt. Það er ekki markmið það er ásetningur. Ingrid segir marga rugla þessu saman. Markmið séu sértækari. Í stað þess að heita því að hreyfa sig meira eigi að setja sér til dæmis það markmið að fara í ræktina þrisvar í viku. Hún segir það vera markmið, það sé hægt að mæla. Svo þurfi líka að huga að tilgangi markmiðanna. „Hver er tilganurinn? Ekki bara að setja sér markmið, eins og maður segir á þessum tíma ársins, þá flykkjast allir í ræktina, kaupa sér árskort. Það er kannski vegna þess að það er verið að auglýsa þetta en ekki endilega það sem mig langar að gera. Kannski er betra fyrir mig að fá mér hund, fara út í náttúruna og í göngutúr á hverjum degi. Maður þarf svolítið að hugsa: Af hverju er ég að gera þetta? Hefur þetta gildi fyrir mig?“ Óljósu markmiðin og of mörg markmið Ingrid segir algengustu mistökin sem fólk geri sé að setja sér óljós markmið sem ekki sé hægt að mæla. Svo geri margir þau mistök að setja sér of mörg markmið. „Ég ætla að hætta að drekka, hætta að reykja, byrja í ræktinni, líka að fara í nám. Það er of mikið, því markmiðasetning innifelur breytingu. Við þurfum að fórna einhverju, við þurfum að leggja eitthvað á okkur til að ná markmiði þannig það er fínt að taka bara eitt markmið fyrir í einu, ná því og setja sér síðan næsta markmið.“ Ingrid segir ýmsar leiðir til í myndinni. Sumir setji sér markmið eftir ársfjórðungum. Ein leið sé svo að minnka stóru markmiðin, gera minna í einu. „Við skrifum ekki bók í einu lagi. Við skrifum einn kafla eða eina blaðsíðu. Þannig það er líka hægt að taka stórt markmið og skipta því þá niður í minni einingar, viðráðanlegri einingar. Þannig að þá verður þetta stóra fjall sem er óviðráðanlegt allt í einu að góðu markmiði, af því að ég ætla að gera eitthvað lítið á hverjum degi eða hverri viku eða hverjum mánuði.“
Tímamót Heilsa Áramót Bítið Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira