Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 11:07 Hans Niemann og Magnus Carlsen mættust á HM í hraðskák í New York á gamlársdag. Niemann tapaði og var svo æfur yfir því hvernig úrslitaleikurinn endaði. Samsett/Getty Atburðarás síðustu daga hefur kynt enn undir hatrinu á milli skákmannanna Magnusar Carlsen og Hans Niemann sem segir Carlsen þverbrjóta reglur og vefja Alþjóðaskáksambandinu, FIDE, um fingur sér. Það hefur lengi verið grunnt á því góða á milli hins norska Carlsen og Bandaríkjamannsins Niemann, eða frá því að Carlsen sakaði Niemann um ítrekað svindl, eftir tap í viðureign þeirra á Sinquefield Cup í september 2022. Þeir mættust í átta manna úrslitum á HM í hraðskák í New York á gamlársdag, þar sem Carlsen vann sigur og fagnaði ógurlega. Carlsen mætti svo Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum og er Niemann vægast sagt ósáttur við að þeir Carlsen og Nepo hafi á endanum deilt heimsmeistaratitlinum. Sú hugmynd að deila titlinum kom upphaflega frá Carlsen, þegar staðan var enn jöfn í úrslitaleiknum og þeir Nepo höfðu í þrígang gert jafntefli, og forsvarsmenn FIDE féllust að lokum á það. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“ skrifaði Niemann á Twitter og vísaði þar einnig til þess að Carlsen fékk, eftir nokkurt fjaðrafok, að keppa í gallabuxum á mótinu. Niemann skrifaði fleira og deildi meðal annars færslu þar sem Carlsen er sakaður um hagræðingu úrslita. Þar sést á myndbandi þegar Carlsen ræðir við Nepo áður en forsvarsmenn FIDE höfðu samþykkt að þeir myndu deila heimsmeistaratitlinum, og heyrist Carlsen segja: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ This is cause for an investigation by the FIDE Ethics committee. I can’t believe that 2 players who maliciously accused me and tried to ruin my career are openly breaking the rules. The irony simply can’t get any worse. https://t.co/HQUY7SjHlo— Hans Niemann (@HansMokeNiemann) January 1, 2025 Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu,“ skrifaði Carlsen. I’ve never prearranged a draw in my career. In the video I’m joking with Ian in a situation with lacking decisive tiebreak rules. This was obviously not an attempt to influence FIDE. It was said in the spirit that I thought FIDE would agree to our proposal. If anything it was a… https://t.co/5y6cGwmzGf— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) January 1, 2025 Skák Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Það hefur lengi verið grunnt á því góða á milli hins norska Carlsen og Bandaríkjamannsins Niemann, eða frá því að Carlsen sakaði Niemann um ítrekað svindl, eftir tap í viðureign þeirra á Sinquefield Cup í september 2022. Þeir mættust í átta manna úrslitum á HM í hraðskák í New York á gamlársdag, þar sem Carlsen vann sigur og fagnaði ógurlega. Carlsen mætti svo Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum og er Niemann vægast sagt ósáttur við að þeir Carlsen og Nepo hafi á endanum deilt heimsmeistaratitlinum. Sú hugmynd að deila titlinum kom upphaflega frá Carlsen, þegar staðan var enn jöfn í úrslitaleiknum og þeir Nepo höfðu í þrígang gert jafntefli, og forsvarsmenn FIDE féllust að lokum á það. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“ skrifaði Niemann á Twitter og vísaði þar einnig til þess að Carlsen fékk, eftir nokkurt fjaðrafok, að keppa í gallabuxum á mótinu. Niemann skrifaði fleira og deildi meðal annars færslu þar sem Carlsen er sakaður um hagræðingu úrslita. Þar sést á myndbandi þegar Carlsen ræðir við Nepo áður en forsvarsmenn FIDE höfðu samþykkt að þeir myndu deila heimsmeistaratitlinum, og heyrist Carlsen segja: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ This is cause for an investigation by the FIDE Ethics committee. I can’t believe that 2 players who maliciously accused me and tried to ruin my career are openly breaking the rules. The irony simply can’t get any worse. https://t.co/HQUY7SjHlo— Hans Niemann (@HansMokeNiemann) January 1, 2025 Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu,“ skrifaði Carlsen. I’ve never prearranged a draw in my career. In the video I’m joking with Ian in a situation with lacking decisive tiebreak rules. This was obviously not an attempt to influence FIDE. It was said in the spirit that I thought FIDE would agree to our proposal. If anything it was a… https://t.co/5y6cGwmzGf— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) January 1, 2025
Skák Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira