Carragher skammar Alexander-Arnold Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 11:31 Jamie Carragher er ekki ánægður með Trent Alexander-Arnold og starfslið hans. Vísir/Getty Samningur Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool rennur út í sumar og möguleg félagaskipti hans til spænska stórliðsins Real Madrid hafa verið í deiglunni um nokkurt skeið. Liverpool goðsögnin Jamie Carragher er allt annað en sáttur með framkomu Alexander-Arnold gagnvart uppeldisfélaginu. Trent Alexander-Arnold verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur frá og með deginum í dag byrjað að ræða við önnur félög um félagaskipti þegar samningur hans rennur út. Hann getur þá yfirgefið uppeldisfélagið sitt frítt en samningaviðræður hans við Liverpool hafa engan árangur borið. Real Madrid hefur verið orðað við enska landsliðsmanninn síðan í sumar og á dögunum fullyrti spænski fjölmiðilinn Marca að Alexander-Arnold hefði tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið. Sögðu nei við fyrirspurn Real Madrid Spænska stórveldið vill hins vegar fá Alexander-Arnold til liðs við sig fyrr en í sumar. Félagið sendi fyrirspurn til Bítlaborgarinnar í gær um möguleg félagskipti strax í janúar og sagðist tilbúið að greiða 25 milljónir punda svo það gæti orðið að veruleika. Forráðamenn Liverpool neituðu fyrirspurninni hins vegar strax og virðast enn vongóðir um að Alexander-Arnold framlengi dvöl sína hjá Liverpool sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur hjá Skysports, er allt annað en ánægður með leikmanninn og starfslið hans. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningur einhvers eða framtíð ætti að standa í vegi fyrir því,“ skrifar Carragher á samfélagsmiðilinn X. Hann skammar síðan Alexander-Arnold og teymi hans vegna fyrirspurnar Real Madrid um möguleg félagaskipti í janúar. „Ég elska Alexander Arnold sem félaga og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að koma með tilboð og sömuleiðis vitað að því yrði hafnað.“ The most important thing for @LFC in 2025 is winning the #PremierLeague No one’s contract or future should come in the way of that! I love Trent as a lad & a player, but his team would’ve told Real Madrid to bid & also would’ve known LFC would turn it down. It’s to try &…— Jamie Carragher (@Carra23) December 31, 2024 „Þetta er til að geta varið sig þegar hann fer frítt. Þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmenn þurfa ekki á að halda þegar stór leikur er framundan,“ bætir Carragher við en Liverpool á leik gegn Manchester United á sunnudaginn. Spænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Trent Alexander-Arnold verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur frá og með deginum í dag byrjað að ræða við önnur félög um félagaskipti þegar samningur hans rennur út. Hann getur þá yfirgefið uppeldisfélagið sitt frítt en samningaviðræður hans við Liverpool hafa engan árangur borið. Real Madrid hefur verið orðað við enska landsliðsmanninn síðan í sumar og á dögunum fullyrti spænski fjölmiðilinn Marca að Alexander-Arnold hefði tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið. Sögðu nei við fyrirspurn Real Madrid Spænska stórveldið vill hins vegar fá Alexander-Arnold til liðs við sig fyrr en í sumar. Félagið sendi fyrirspurn til Bítlaborgarinnar í gær um möguleg félagskipti strax í janúar og sagðist tilbúið að greiða 25 milljónir punda svo það gæti orðið að veruleika. Forráðamenn Liverpool neituðu fyrirspurninni hins vegar strax og virðast enn vongóðir um að Alexander-Arnold framlengi dvöl sína hjá Liverpool sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur hjá Skysports, er allt annað en ánægður með leikmanninn og starfslið hans. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningur einhvers eða framtíð ætti að standa í vegi fyrir því,“ skrifar Carragher á samfélagsmiðilinn X. Hann skammar síðan Alexander-Arnold og teymi hans vegna fyrirspurnar Real Madrid um möguleg félagaskipti í janúar. „Ég elska Alexander Arnold sem félaga og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að koma með tilboð og sömuleiðis vitað að því yrði hafnað.“ The most important thing for @LFC in 2025 is winning the #PremierLeague No one’s contract or future should come in the way of that! I love Trent as a lad & a player, but his team would’ve told Real Madrid to bid & also would’ve known LFC would turn it down. It’s to try &…— Jamie Carragher (@Carra23) December 31, 2024 „Þetta er til að geta varið sig þegar hann fer frítt. Þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmenn þurfa ekki á að halda þegar stór leikur er framundan,“ bætir Carragher við en Liverpool á leik gegn Manchester United á sunnudaginn.
Spænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira