Nýdönsk á toppnum 2024 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 18:01 Vinsælustu lög Bylgjunnar árið 2024 voru mörg hver íslensk. Grafík/Vísir Á hverju ári koma út nýir stórsmellir frá tónlistarfólki víða um heiminn. 2024 einkenndist af mikilli grósku í íslensku tónlistarlífi og endurspeglar árslisti Bylgjunnar það með sönnu. Hér má finna vinsælustu lög ársins hjá útvarpsstöðinni. Listinn var fluttur í heild sinni á Bylgjunni í dag og má þar finna fjölbreytt lög úr ólíkum áttum. Bruno Mars og Lady Gaga Í fimmta sæti listans sitja stórstjörnurnar Lady Gaga og Bruno Mars með lagið Die With A Smile. Lagið kom út í ágúst og hefur sömuleiðis notið mikilla vinsælda vestanhafs. Friðrik Dór Efstu fjögur lög listans eiga það svo sameiginlegt að vera öll íslensk. Hjartaknúsarinn Friðrik Dór skipar fjórða sætið með laginu Aftur ung af plötunni Mæður sem hann sendi frá sér í janúar. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Friðrik Dór hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi frá árinu 2009 og hefur fyrir löngu sannað sig sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins. Hann ræddi við Vísi snemma árs í opinskáu viðtali þar sem hann fór yfir ferilinn, föðurhlutverkið og margt fleira. „Fyrsti síngúll plötunnar er lag sem heitir Aftur ung og er samið eftir að við Lísa eignuðumst stelpuna okkar 2022. Hún er tveggja ára núna og hún átti rosa erfitt fyrsta ár. Hún var mjög mikið veik og við vorum mikið inni á spítalanum með hana. Það var mjög erfitt. Það er svo auðvelt þá stundum að gleyma því að vera par. Lagið er samið út frá þessu og fjallar ekkert um veikindin en það fjallar um það að vera par og standa í því sem lífið getur kastað í þig. Mér þykir mjög vænt um það lag. Svo eru fleiri lög þarna sem eru vangaveltur um hitt og þetta. Mér finnst rosa gott að senda þetta frá mér og losa mig við þetta. Þetta er hálfgerð dagbók sem er gott að geta síðan lokað núna,“ sagði Friðrik Dór í viðtalinu um lagið. Helgi Björnsson Í þriðja sæti situr önnur kanóna úr íslensku tónlistarlífi, Helgi Björnsson, með lagið Himnasmiðurinn af plötunni Síðan hittumst við aftur. Platan kom út í nóvember og inniheldur öll vinsælustu lög Helga en hann átti fjörutíu ára starfsafmæli í ár. Helgi átti ansi viðburðaríkt ár. Hann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina Ljósvíkingar og fór sömuleiðis með hlutverk í myndinni. Lífið á Vísi frumsýndi tónlistarmyndband við titillagið Í faðmi fjallanna í haust. Sömuleiðis gaf hann út textaverk með vinsælum textum yfir sig frá síðastliðnum fjórum áratugum. GDRN Íslenska poppstjarnan GDRN skipar annað sæti listans með lagið Háspenna. Hún gaf út plötuna Frá mér til þín í mars síðastliðinn og hlaut góðar viðtökur en hér fer tónlistarkonan á berskjaldaða, hráa og einlæga staði í textasmíðinni. Guðrún Ýr var viðmælandi í Einkalífinu í vor þar sem hún ræddi meðal annars um plötuna, ástina, barnseignir, magnaðan feril sinn og margt fleira. Nýdönsk Ástsæla sveitin Nýdönsk gaf út sitt fyrsta lag í þrjú ár í sumar sem ber heitið Fullkomið farartæki. Þá tilkynntu hljómsveitameðlimir sömuleiðis að von væri á plötu nú í vetur. Lagið trónir á toppi Bylgunnar yfir árið 2024. Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Sjötta til tíunda sæti listans á Bylgjunni: 6. Too Sweet - Hozier 7. Lose Control - Teddy Swims 8. Dansaðu - Bubbi Morthens 9. Stumblin' In - Cyril 10. Farfuglar - Júlí Heiðar Fréttir ársins 2024 Bylgjan Tónlist Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Listinn var fluttur í heild sinni á Bylgjunni í dag og má þar finna fjölbreytt lög úr ólíkum áttum. Bruno Mars og Lady Gaga Í fimmta sæti listans sitja stórstjörnurnar Lady Gaga og Bruno Mars með lagið Die With A Smile. Lagið kom út í ágúst og hefur sömuleiðis notið mikilla vinsælda vestanhafs. Friðrik Dór Efstu fjögur lög listans eiga það svo sameiginlegt að vera öll íslensk. Hjartaknúsarinn Friðrik Dór skipar fjórða sætið með laginu Aftur ung af plötunni Mæður sem hann sendi frá sér í janúar. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Friðrik Dór hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi frá árinu 2009 og hefur fyrir löngu sannað sig sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins. Hann ræddi við Vísi snemma árs í opinskáu viðtali þar sem hann fór yfir ferilinn, föðurhlutverkið og margt fleira. „Fyrsti síngúll plötunnar er lag sem heitir Aftur ung og er samið eftir að við Lísa eignuðumst stelpuna okkar 2022. Hún er tveggja ára núna og hún átti rosa erfitt fyrsta ár. Hún var mjög mikið veik og við vorum mikið inni á spítalanum með hana. Það var mjög erfitt. Það er svo auðvelt þá stundum að gleyma því að vera par. Lagið er samið út frá þessu og fjallar ekkert um veikindin en það fjallar um það að vera par og standa í því sem lífið getur kastað í þig. Mér þykir mjög vænt um það lag. Svo eru fleiri lög þarna sem eru vangaveltur um hitt og þetta. Mér finnst rosa gott að senda þetta frá mér og losa mig við þetta. Þetta er hálfgerð dagbók sem er gott að geta síðan lokað núna,“ sagði Friðrik Dór í viðtalinu um lagið. Helgi Björnsson Í þriðja sæti situr önnur kanóna úr íslensku tónlistarlífi, Helgi Björnsson, með lagið Himnasmiðurinn af plötunni Síðan hittumst við aftur. Platan kom út í nóvember og inniheldur öll vinsælustu lög Helga en hann átti fjörutíu ára starfsafmæli í ár. Helgi átti ansi viðburðaríkt ár. Hann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina Ljósvíkingar og fór sömuleiðis með hlutverk í myndinni. Lífið á Vísi frumsýndi tónlistarmyndband við titillagið Í faðmi fjallanna í haust. Sömuleiðis gaf hann út textaverk með vinsælum textum yfir sig frá síðastliðnum fjórum áratugum. GDRN Íslenska poppstjarnan GDRN skipar annað sæti listans með lagið Háspenna. Hún gaf út plötuna Frá mér til þín í mars síðastliðinn og hlaut góðar viðtökur en hér fer tónlistarkonan á berskjaldaða, hráa og einlæga staði í textasmíðinni. Guðrún Ýr var viðmælandi í Einkalífinu í vor þar sem hún ræddi meðal annars um plötuna, ástina, barnseignir, magnaðan feril sinn og margt fleira. Nýdönsk Ástsæla sveitin Nýdönsk gaf út sitt fyrsta lag í þrjú ár í sumar sem ber heitið Fullkomið farartæki. Þá tilkynntu hljómsveitameðlimir sömuleiðis að von væri á plötu nú í vetur. Lagið trónir á toppi Bylgunnar yfir árið 2024. Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Sjötta til tíunda sæti listans á Bylgjunni: 6. Too Sweet - Hozier 7. Lose Control - Teddy Swims 8. Dansaðu - Bubbi Morthens 9. Stumblin' In - Cyril 10. Farfuglar - Júlí Heiðar
Fréttir ársins 2024 Bylgjan Tónlist Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira