Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 22:52 Ruben Amorim er í miklum vandræðum með lið Manchester United sem færist nær fallsvæðinu. Getty/Robbie Jay Barratt Ruben Amorim segir að Newcastle sé betra lið en Manchester United og viðurkennir að liðið sem hann tók við í nóvember sé að sogast niður í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir 2-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld, og fimm töp í síðustu sex deildarleikjum, fer Manchester United inn í nýja árið aðeins sjö stigum frá fallsæti. Newcastle komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og eftir það virtist aldrei mikill vafi um hvernig færi. „Það er alveg á hreinu [að United er að sogast niður í fallbaráttu] svo við verðum að berjast. Þetta eru mjög erfiðir tímar, einir þeir erfiðustu í sögu Manchester United og við verðum að vera hreinskilnir með það. Við verðum að berjast í næsta leik,“ sagði Amorim við Sky Sports í kvöld. Hann var spurður hvort að hann væri ófáanlegur til að skipta út hugmyndafræði sinni, til að koma United úr þeim miklu ógöngum sem liðið er í. „Kannski, eða þá að maður heldur sig við sína hugmyndafræði og þeir þurfa að breyta um þjálfara. Þetta er val sem allir þurfa að eiga við í fótbolta. Ef ég held að þetta sé fyrir bestu fyrir mitt lið þá held ég áfram með sömu skilaboð, án vafa. Maður getur ekki farið aftur í tímann. Við höfum bara átt fjórar æfingar allir saman. Ég held áfram með mína hugmyndafræði til enda,“ sagði Amorim. Portúgalinn sagði Newcastle einfaldlega vera með betra lið en Manchester United: „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur [í kvöld]. Þeir voru betra liðið og þeir byrjuðu af miklum krafti. Það var mjög erfitt fyrir okkur að snúa þessu við eftir fyrsta markið vegna undanfarinna úrslita og við vorum ekki rétt staðsettir til að eiga við erfiðu augnablikin. Leikmennirnir fórnuðu miklu á vellinum og þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Newcastle er betra lið.“ Amorim neyddist til að gera breytingu á sínu liði eftir hálftíma leik, og taka Joshua Zirkzee af velli til að bæta Kobbie Mainoo við inn á miðjuna. Zirkzee virtist í öngum sínum en klúðraði Amorim liðsvalinu? „Það er mjög auðvelt að meta það eftir að leikurinn er hafinn. Ég þarf að gera það áður og ég er sá eini sem getur gert það og þarf að skilja hvernig þeir spila. Josh [Zirkzee]er leikmaður fyrir Manchester United og stundum viljum við meiri kraft fram á við. Við höfum ítrekað lent í að fá fyrsta markið á okkur úr föstum leikatriðum og völdum því fleiri menn til að eiga við þau. Við erum að reyna að leysa vandamál liðsins en það eru mörg vandamál og stundum þegar maður ýtir einu til hliðar þá verður til nýtt vandamál.“ Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Eftir 2-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld, og fimm töp í síðustu sex deildarleikjum, fer Manchester United inn í nýja árið aðeins sjö stigum frá fallsæti. Newcastle komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og eftir það virtist aldrei mikill vafi um hvernig færi. „Það er alveg á hreinu [að United er að sogast niður í fallbaráttu] svo við verðum að berjast. Þetta eru mjög erfiðir tímar, einir þeir erfiðustu í sögu Manchester United og við verðum að vera hreinskilnir með það. Við verðum að berjast í næsta leik,“ sagði Amorim við Sky Sports í kvöld. Hann var spurður hvort að hann væri ófáanlegur til að skipta út hugmyndafræði sinni, til að koma United úr þeim miklu ógöngum sem liðið er í. „Kannski, eða þá að maður heldur sig við sína hugmyndafræði og þeir þurfa að breyta um þjálfara. Þetta er val sem allir þurfa að eiga við í fótbolta. Ef ég held að þetta sé fyrir bestu fyrir mitt lið þá held ég áfram með sömu skilaboð, án vafa. Maður getur ekki farið aftur í tímann. Við höfum bara átt fjórar æfingar allir saman. Ég held áfram með mína hugmyndafræði til enda,“ sagði Amorim. Portúgalinn sagði Newcastle einfaldlega vera með betra lið en Manchester United: „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur [í kvöld]. Þeir voru betra liðið og þeir byrjuðu af miklum krafti. Það var mjög erfitt fyrir okkur að snúa þessu við eftir fyrsta markið vegna undanfarinna úrslita og við vorum ekki rétt staðsettir til að eiga við erfiðu augnablikin. Leikmennirnir fórnuðu miklu á vellinum og þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Newcastle er betra lið.“ Amorim neyddist til að gera breytingu á sínu liði eftir hálftíma leik, og taka Joshua Zirkzee af velli til að bæta Kobbie Mainoo við inn á miðjuna. Zirkzee virtist í öngum sínum en klúðraði Amorim liðsvalinu? „Það er mjög auðvelt að meta það eftir að leikurinn er hafinn. Ég þarf að gera það áður og ég er sá eini sem getur gert það og þarf að skilja hvernig þeir spila. Josh [Zirkzee]er leikmaður fyrir Manchester United og stundum viljum við meiri kraft fram á við. Við höfum ítrekað lent í að fá fyrsta markið á okkur úr föstum leikatriðum og völdum því fleiri menn til að eiga við þau. Við erum að reyna að leysa vandamál liðsins en það eru mörg vandamál og stundum þegar maður ýtir einu til hliðar þá verður til nýtt vandamál.“
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira