Rashford laus úr útlegð Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 17:49 Marcus Rashford hefur verið utan hóps hjá Manchester United í síðustu leikjum. Getty/Stephen White Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. United tekst á við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og veitir ekki af sigri eftir tvö töp í röð í deildinni, gegn Wolves og Bournemouth, auk tapsins gegn Tottenham í deildabikarnum. Rúben Amorim tók óvænt þá ákvörðun að kippa Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir grannaslaginn við Manchester City 15. desember, og hefur Rashford því verið utan hóps í fjórum leikjum. Garnacho fékk hins vegar strax aftur sæti í hópnum og hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum. Engin meiðsli hafa verið að plaga Rashford sem síðast spilaði deildarleik 7. desember og hefur ekki verið í byrjunarliði í deildarleik síðan hann skoraði tvennu í 4-0 sigrinum gegn Everton 1. desember. Hann var einnig í byrjunarliðinu og skoraði mark United í 1-1 jafntefli við Ipswich í fyrsta leiknum undir stjórn Amorim. Portúgalski stjórinn hefur ekki viljað útskýra fjarveru Rashford nema með því að um taktíska ákvörðun hafi verið að ræða. Rashford svaraði fyrir sig í viðtali eftir City-leikinn og sagðist tilbúinn í nýja áskorun. Nú er ljóst að hann gæti spilað í kvöld, í síðasta leik United á þessu ári og jafnframt síðasta leiknum áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann er þó á varamannabekk United. Back in the squad, but not the starting XI.#MUNNEW pic.twitter.com/XhuVcLx1f3— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2024 United er án fyrirliðans Bruno Fernandes í kvöld vegna leikbanns og annar sóknarsinnaður leikmaður, Mason Mount, á við meiðsli að stríða líkt og þeir Luke Shaw og Victor Lindelöf. Manuel Ugarte er einnig í banni í kvöld. Leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 20 og er í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
United tekst á við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og veitir ekki af sigri eftir tvö töp í röð í deildinni, gegn Wolves og Bournemouth, auk tapsins gegn Tottenham í deildabikarnum. Rúben Amorim tók óvænt þá ákvörðun að kippa Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir grannaslaginn við Manchester City 15. desember, og hefur Rashford því verið utan hóps í fjórum leikjum. Garnacho fékk hins vegar strax aftur sæti í hópnum og hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum. Engin meiðsli hafa verið að plaga Rashford sem síðast spilaði deildarleik 7. desember og hefur ekki verið í byrjunarliði í deildarleik síðan hann skoraði tvennu í 4-0 sigrinum gegn Everton 1. desember. Hann var einnig í byrjunarliðinu og skoraði mark United í 1-1 jafntefli við Ipswich í fyrsta leiknum undir stjórn Amorim. Portúgalski stjórinn hefur ekki viljað útskýra fjarveru Rashford nema með því að um taktíska ákvörðun hafi verið að ræða. Rashford svaraði fyrir sig í viðtali eftir City-leikinn og sagðist tilbúinn í nýja áskorun. Nú er ljóst að hann gæti spilað í kvöld, í síðasta leik United á þessu ári og jafnframt síðasta leiknum áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann er þó á varamannabekk United. Back in the squad, but not the starting XI.#MUNNEW pic.twitter.com/XhuVcLx1f3— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2024 United er án fyrirliðans Bruno Fernandes í kvöld vegna leikbanns og annar sóknarsinnaður leikmaður, Mason Mount, á við meiðsli að stríða líkt og þeir Luke Shaw og Victor Lindelöf. Manuel Ugarte er einnig í banni í kvöld. Leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 20 og er í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira