Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2024 08:00 Adam Ægir Pálsson hefur kynnst allskyns áskorunum á Ítalíu. Hann ætlar sér í atvinnumannaharkið af fullum krafti. Vísir/Arnar Margar áskoranir fylgja því að halda á vit ævintýranna sem atvinnumaður í knattspyrnu. Þessu hefur Adam Ægir Pálsson kynnst í Perugia á Ítalíu í vetur. Adam fór sem lánsmaður frá Val til Perugia í sumar og byrjaði einkar vel, skoraði þrennu í fyrsta leik. Síðan hefur gengið á ýmsu bæði innan og utan vallar. Perugia hefur til að mynda skipt um þjálfara, eiganda og tvisvar um íþróttastjóra. Lífinu á Ítalíu fylgja því ýmsar áskoranir. Adam Ægir samdi við Perugia í sumar og fór einkar vel af stað. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðan.AC PERUGIA „Ég held það sé enginn búinn að sigra heiminn á fimm mánuðum, eða hvað sem það er, erlendis. Ég held það hafi allir einhvern tímann í einhverju veseni. Það er bara undir mér komið og hausnum mínum að rífa mig upp frá því,“ „Hvort sem það er öðruvísi fótbolti, hvað þetta er frábrugðið eða að maður sé einmana eða hvað sem það er. Það bara styrkir hausinn,“ segir Adam. Móðgandi að mæta með kaffi á bekkinn Adam hefur gengið vel með tungumálið og byggir á því að kunna spænsku sem skyld ítölskunni. Hann skaut til að mynda á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina, á samfélagsmiðlum á dögunum en sá síðarnefndi kemst lítt áleiðis með ítölskuna þrátt fyrir að hafa dvalið lengur á Ítalíu. En hver er mesta áskorunin þar ytra? „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé að læra á ítalskan kúltúr. Það eru kannski lítil atriði sem eru í lagi hérna en eru ekki í lagi þarna, eða öfugt. Það er fullt af svona atriðum sem spila inn í,“ segir Adam, sem er þá inntur eftir dæmi um slíka hluti. „Eitt sem var svolítið skrýtið. Hér á Íslandi er mjög þekkt að vera með kaffi á bekknum, til að hlýja sér og svona, og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Einu sinni var ég á bekknum og kom með kaffi á bekkinn og það er talin vera þvílík óvirðing gagnvart liðinu, klúbbnum og þjálfaranum,“ „Ég náttúrulega fattaði það ekki neitt, pældi ekkert í því og þurfti að biðjast afsökunar fyrir framan hópinn og þurfti að biðja þjálfarann afsökunar. Þetta var ekkert illa meint en svona er þessi litlu atriði sem skipta máli,“ segir Adam af þessari skoplegu reynslu. Langar í harkið Áskorunum sem þessum tekur Adam fagnandi og sér fram á frekara hark í atvinnumennsku. „Ég sé fyrir mér að vera áfram úti. Ég stefni á að vera áfram úti, hvað sem liggur í því, að fara í annað lið eða áfram í Perugia. Ég sé fram á að harka,“ segir Adam sem sér því fram á áframhaldandi atvinnumennsku þegar lánssamningurinn í Perugia klárast í sumar. „Það er sama hvort ég tala við Gylfa [Sigurðsson], Albert [Guðmundsson] eða Aron [Jóhannsson], eða einhverja af vinum mínum sem hafa prófað þetta, þá segja þeir að það komi erfiðir tímar en koma líka góðir tímar. Ég upplifi það líka á þessum fimm mánuðum. Það var einn og hálfur mánuður frábær og allt yndislegt, svo allt í einu er allt hræðilegt,“ „Maður þarf að læra að vera með jafnaðargeð til að höndla bæði. Maður getur ekki alltaf búist við að það gangi vel,“ segir Adam. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ítalski boltinn Valur Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Adam fór sem lánsmaður frá Val til Perugia í sumar og byrjaði einkar vel, skoraði þrennu í fyrsta leik. Síðan hefur gengið á ýmsu bæði innan og utan vallar. Perugia hefur til að mynda skipt um þjálfara, eiganda og tvisvar um íþróttastjóra. Lífinu á Ítalíu fylgja því ýmsar áskoranir. Adam Ægir samdi við Perugia í sumar og fór einkar vel af stað. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðan.AC PERUGIA „Ég held það sé enginn búinn að sigra heiminn á fimm mánuðum, eða hvað sem það er, erlendis. Ég held það hafi allir einhvern tímann í einhverju veseni. Það er bara undir mér komið og hausnum mínum að rífa mig upp frá því,“ „Hvort sem það er öðruvísi fótbolti, hvað þetta er frábrugðið eða að maður sé einmana eða hvað sem það er. Það bara styrkir hausinn,“ segir Adam. Móðgandi að mæta með kaffi á bekkinn Adam hefur gengið vel með tungumálið og byggir á því að kunna spænsku sem skyld ítölskunni. Hann skaut til að mynda á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina, á samfélagsmiðlum á dögunum en sá síðarnefndi kemst lítt áleiðis með ítölskuna þrátt fyrir að hafa dvalið lengur á Ítalíu. En hver er mesta áskorunin þar ytra? „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé að læra á ítalskan kúltúr. Það eru kannski lítil atriði sem eru í lagi hérna en eru ekki í lagi þarna, eða öfugt. Það er fullt af svona atriðum sem spila inn í,“ segir Adam, sem er þá inntur eftir dæmi um slíka hluti. „Eitt sem var svolítið skrýtið. Hér á Íslandi er mjög þekkt að vera með kaffi á bekknum, til að hlýja sér og svona, og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Einu sinni var ég á bekknum og kom með kaffi á bekkinn og það er talin vera þvílík óvirðing gagnvart liðinu, klúbbnum og þjálfaranum,“ „Ég náttúrulega fattaði það ekki neitt, pældi ekkert í því og þurfti að biðjast afsökunar fyrir framan hópinn og þurfti að biðja þjálfarann afsökunar. Þetta var ekkert illa meint en svona er þessi litlu atriði sem skipta máli,“ segir Adam af þessari skoplegu reynslu. Langar í harkið Áskorunum sem þessum tekur Adam fagnandi og sér fram á frekara hark í atvinnumennsku. „Ég sé fyrir mér að vera áfram úti. Ég stefni á að vera áfram úti, hvað sem liggur í því, að fara í annað lið eða áfram í Perugia. Ég sé fram á að harka,“ segir Adam sem sér því fram á áframhaldandi atvinnumennsku þegar lánssamningurinn í Perugia klárast í sumar. „Það er sama hvort ég tala við Gylfa [Sigurðsson], Albert [Guðmundsson] eða Aron [Jóhannsson], eða einhverja af vinum mínum sem hafa prófað þetta, þá segja þeir að það komi erfiðir tímar en koma líka góðir tímar. Ég upplifi það líka á þessum fimm mánuðum. Það var einn og hálfur mánuður frábær og allt yndislegt, svo allt í einu er allt hræðilegt,“ „Maður þarf að læra að vera með jafnaðargeð til að höndla bæði. Maður getur ekki alltaf búist við að það gangi vel,“ segir Adam. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Ítalski boltinn Valur Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn