Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur boðið þremur þjálfurum í viðtal um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, staðfesti í samtali við Vísi að félagið hefði gefið grænt ljós á að Arnar fari í viðtal hjá stjórn KSÍ.
Heimildir Vísis herma að Freyr Alexandersson sé einnig á leið í viðtal hjá KSÍ, en Fótbolti.net greindi fyrst frá. Ekki náðist í Frey við gerð fréttarinnar.
Freyr sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að hann væri alltaf til í að eiga samtalið við KSÍ. Hann þekkir vel til innan sambandsins enda bæði sinnt starfi landsliðsþjálfara kvenna sem og aðstoðarlandsliðsþjálfara karla í stjóratíð Svíans Eriks Hamrén.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði þá við Vísi að erlendur aðili hefði einnig verið boðaður í viðtal til stjórnar. Því má ganga út frá því að þriðji aðilinn sé af erlendu bergi brotinn.
Líklegast þykir að sá aðili sé Norðmaðurinn Per Mathias Högmo sem hefur verið orðaður við starfið.