Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Aron Guðmundsson skrifar 27. desember 2024 16:36 Arnar Gunnlaugsson er einn þriggja þjálfara sem mun ræða við KSÍ um stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Anton Brink Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur boðið þremur þjálfurum í viðtal um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson er einn þeirra þjálfara en bæði er um að ræða íslenska og erlenda þjálfara. Víkingur Reykjavík hefur gefið forráðamönnum KSÍ leyfi til þess að ræða við þjálfara karlaliðs félagsins, Arnar Gunnlaugsson. Þetta staðfestir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. „Við Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ áttum samtal þar sem að óskað var eftir því að sambandið fengið heimild til þess að ræða við Arnar. Við hjá knattspyrnudeild Víkings höfum gefið þessum aðilum leyfi til þess að tala saman,“ segir Heimir í stuttu samtali við íþróttadeild Vísis. Arnar er því einn þriggja þjálfara sem hafa fengið boð í starfsviðtal hjá KSÍ um landsliðsþjálfarastarfið en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ staðfestir í samtali við Vísi að um bæði sé að ræða íslenska og erlenda þjálfara. „Stjórnin vinnur að þessu þétt og örugglega og vonandi getum við fljótlega á nýju ári fært ykkur einhver tíðindi að þessu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Aðspurður hvort búið væri að taka viðtöl við einhvern af þessum þremur þjálfurum sagði Þorvaldur að þau hafi ekki átt sér stað. Greint var frá því í fundargerð stjórnar knattspyrnusambandsins frá 20.desember síðastliðnum Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ hafi á umræddum fundi farið yfir stöðu mála varðandi ráðningarferli þjálfara A-landsliðs karla en hann ásamt varaformönnum sambandsins myndar starfshóp sem hefur leitt þjálfaraleitina með stuðningi knattspyrnusviðs.Hópurinn óskaði eftir heimild stjórnar til að bjóða þremur þjálfurum í viðtal um starfið og stjórn KSÍ samþykkti þá tillögu. Auk Arnars Gunnlaugssonar hafa Freyr Alexandersson og Norðmaðurinn Per Mathias Högmo einna helst verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira
Víkingur Reykjavík hefur gefið forráðamönnum KSÍ leyfi til þess að ræða við þjálfara karlaliðs félagsins, Arnar Gunnlaugsson. Þetta staðfestir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. „Við Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ áttum samtal þar sem að óskað var eftir því að sambandið fengið heimild til þess að ræða við Arnar. Við hjá knattspyrnudeild Víkings höfum gefið þessum aðilum leyfi til þess að tala saman,“ segir Heimir í stuttu samtali við íþróttadeild Vísis. Arnar er því einn þriggja þjálfara sem hafa fengið boð í starfsviðtal hjá KSÍ um landsliðsþjálfarastarfið en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ staðfestir í samtali við Vísi að um bæði sé að ræða íslenska og erlenda þjálfara. „Stjórnin vinnur að þessu þétt og örugglega og vonandi getum við fljótlega á nýju ári fært ykkur einhver tíðindi að þessu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Aðspurður hvort búið væri að taka viðtöl við einhvern af þessum þremur þjálfurum sagði Þorvaldur að þau hafi ekki átt sér stað. Greint var frá því í fundargerð stjórnar knattspyrnusambandsins frá 20.desember síðastliðnum Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ hafi á umræddum fundi farið yfir stöðu mála varðandi ráðningarferli þjálfara A-landsliðs karla en hann ásamt varaformönnum sambandsins myndar starfshóp sem hefur leitt þjálfaraleitina með stuðningi knattspyrnusviðs.Hópurinn óskaði eftir heimild stjórnar til að bjóða þremur þjálfurum í viðtal um starfið og stjórn KSÍ samþykkti þá tillögu. Auk Arnars Gunnlaugssonar hafa Freyr Alexandersson og Norðmaðurinn Per Mathias Högmo einna helst verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira