„Svarta ekkjan“ fannst látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2024 15:56 Hof í hæðunum yfir Kyoto í Japan. Getty Eldri kona sem var dæmd til dauða í Japan fyrir áratug fyrir að hafa banað elskhugum sínum með blásýru fannst látin í fangelsisklefa sínum í gær. Hún var 78 ára og hafði hlotið viðurnefnið „svarta ekkjan“. Chisako Kakehi var sakfelld fyrir að myrða þrjá menn, þeirra á meðal eiginmann sinn, og fyrir tilraun til að bana þeim fjórða í dómsmáli sem skók Japan árið 2014. Hæstiréttur tók dóm Kakehi til skoðunar árið 2021 og staðfesti hann. Dómari í málinu vísaði til þess að Kakehi hefði eitrað fyrir mönnum eftir að hafa öðlast traust þeirra sem lífsförunautur. „Þetta var útpældur og grimmur glæpur þar sem ásetningur um manndráp var mikill,“ sagði dómarinn. Talið er að Kakehi hafi orðið sér úti um á annan milljarð króna í líftryggingargreiðslum yfir tíu ára tímabil eftir að mennirnir féllu frá. Hún glataði hins vegar peningunum jafnóðum í misheppnuðum fjárfestingum. Kakehi notaði stefnumótaþjónustu til að komast í kynni menn sem voru undantekningarlaust eldri og glímdu við veikindi. Hún lagði áherslu á að menn sem hún kæmist í kynni við væru ríkir og barnlausir. Eitrið fannst í líkama að minnsta kosti tveggja karlmannanna sem hún átti í tygjum við og lögregla fann ummerki eftir blásýru í ruslinu á heimili hennar í Kyoto. Dauðsföll maka hennar voru ekki rannsökuð á sínum tíma þar sem lögregla taldi karlmennina hafa látist af völdum veikinda. Það var ekki fyrr en lögregla komst að því að banamein Isao Kakehi, 75 ára eiginmanns hennar var blásýrueitrun, að ákveðið var að skoða fyrri andlátin. Komst lögregla að því að mennirnir létust af sömu orsökum. Frétt CBS. Japan Andlát Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Chisako Kakehi var sakfelld fyrir að myrða þrjá menn, þeirra á meðal eiginmann sinn, og fyrir tilraun til að bana þeim fjórða í dómsmáli sem skók Japan árið 2014. Hæstiréttur tók dóm Kakehi til skoðunar árið 2021 og staðfesti hann. Dómari í málinu vísaði til þess að Kakehi hefði eitrað fyrir mönnum eftir að hafa öðlast traust þeirra sem lífsförunautur. „Þetta var útpældur og grimmur glæpur þar sem ásetningur um manndráp var mikill,“ sagði dómarinn. Talið er að Kakehi hafi orðið sér úti um á annan milljarð króna í líftryggingargreiðslum yfir tíu ára tímabil eftir að mennirnir féllu frá. Hún glataði hins vegar peningunum jafnóðum í misheppnuðum fjárfestingum. Kakehi notaði stefnumótaþjónustu til að komast í kynni menn sem voru undantekningarlaust eldri og glímdu við veikindi. Hún lagði áherslu á að menn sem hún kæmist í kynni við væru ríkir og barnlausir. Eitrið fannst í líkama að minnsta kosti tveggja karlmannanna sem hún átti í tygjum við og lögregla fann ummerki eftir blásýru í ruslinu á heimili hennar í Kyoto. Dauðsföll maka hennar voru ekki rannsökuð á sínum tíma þar sem lögregla taldi karlmennina hafa látist af völdum veikinda. Það var ekki fyrr en lögregla komst að því að banamein Isao Kakehi, 75 ára eiginmanns hennar var blásýrueitrun, að ákveðið var að skoða fyrri andlátin. Komst lögregla að því að mennirnir létust af sömu orsökum. Frétt CBS.
Japan Andlát Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira