Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2024 13:02 Eflaust hlakka margir til þess að sjá framhaldsmyndina um Happy Gilmore. Netflix Bandaríska kvikmyndastjarnan Adam Sandler gaf aðdáendum sínum gjöf um hátíðirnar, en þá birti hann svokallaða kitlu fyrir væntanlega framhaldsmynd um Happy Gilmore, sem er væntanleg á Netflix á næsta ári. Í þessari kitlu sést Sandler snúa aftur í hlutverk golfarans ástsæla, Happy Gilmore, klæddur í hokký-treyju, Adidas-buxur og í stóra klossa. Hann tekur golfsveiflu með tilhlaupi eins og honum einum er lagið og fagnar á sinn einstaka hátt, með því hlaupa um á golfkylfunni líkt og hann sé á hestbaki. View this post on Instagram A post shared by Adam Sandler (@adamsandler) Upprunalega myndin sem er frá 1996 fjallar um skapstóran og að því er virðist nokkuð vonlausan hokkíleikmann sem leggur skautana á hilluna vegna fjárhagsvandræða ömmu sinnar og færir sig yfir í golf með góðum árangri. Nýja myndin mun hreinlega bera titilinn Happy Gilmore 2. Í kitlunni sést Julie Bowen snúa aftur í hlutverki sínu sem Virgina Venit, ástarviðfang aðalsöguhetjunnar. Og þá snýr Christopher McDonald aftur sem erkióvinur Gilmore, Shooter McGavin. Gilmore og McGavin sjást mætast í kirkjugarði við gröf sem er merkt „Peterson“, en gera má ráð fyrir því að þar liggi Derick „Chubbs“ Peterson þjálfari Gilmore, sem Carl heitinn Weathers lék. Einnig sést glytta í leikstjóra fyrri myndarinnar, Dennis Dugan, en hann lék mótsstjóra golfmótsins sem myndin hverfist að miklu leyti um. Þar að auki sést í stórstjörnur á borð við íþróttamanninn Travis Kelce og Bad Bunny. Þá er líka talið að rapparinn Eminem muni fara með hlutverk í myndinni, sem og leikararnir Margaret Qualley og Nick Swardson. Ekki nóg með það heldur er búist við því að Ben Stiller muni snúa aftur, en hann lék hinn eftirminnilega Hal, ömurlegan starfsmann hjúkrunarheimilis aldraðra. Hollywood Bíó og sjónvarp Golf Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Í þessari kitlu sést Sandler snúa aftur í hlutverk golfarans ástsæla, Happy Gilmore, klæddur í hokký-treyju, Adidas-buxur og í stóra klossa. Hann tekur golfsveiflu með tilhlaupi eins og honum einum er lagið og fagnar á sinn einstaka hátt, með því hlaupa um á golfkylfunni líkt og hann sé á hestbaki. View this post on Instagram A post shared by Adam Sandler (@adamsandler) Upprunalega myndin sem er frá 1996 fjallar um skapstóran og að því er virðist nokkuð vonlausan hokkíleikmann sem leggur skautana á hilluna vegna fjárhagsvandræða ömmu sinnar og færir sig yfir í golf með góðum árangri. Nýja myndin mun hreinlega bera titilinn Happy Gilmore 2. Í kitlunni sést Julie Bowen snúa aftur í hlutverki sínu sem Virgina Venit, ástarviðfang aðalsöguhetjunnar. Og þá snýr Christopher McDonald aftur sem erkióvinur Gilmore, Shooter McGavin. Gilmore og McGavin sjást mætast í kirkjugarði við gröf sem er merkt „Peterson“, en gera má ráð fyrir því að þar liggi Derick „Chubbs“ Peterson þjálfari Gilmore, sem Carl heitinn Weathers lék. Einnig sést glytta í leikstjóra fyrri myndarinnar, Dennis Dugan, en hann lék mótsstjóra golfmótsins sem myndin hverfist að miklu leyti um. Þar að auki sést í stórstjörnur á borð við íþróttamanninn Travis Kelce og Bad Bunny. Þá er líka talið að rapparinn Eminem muni fara með hlutverk í myndinni, sem og leikararnir Margaret Qualley og Nick Swardson. Ekki nóg með það heldur er búist við því að Ben Stiller muni snúa aftur, en hann lék hinn eftirminnilega Hal, ömurlegan starfsmann hjúkrunarheimilis aldraðra.
Hollywood Bíó og sjónvarp Golf Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“