Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2024 13:02 Eflaust hlakka margir til þess að sjá framhaldsmyndina um Happy Gilmore. Netflix Bandaríska kvikmyndastjarnan Adam Sandler gaf aðdáendum sínum gjöf um hátíðirnar, en þá birti hann svokallaða kitlu fyrir væntanlega framhaldsmynd um Happy Gilmore, sem er væntanleg á Netflix á næsta ári. Í þessari kitlu sést Sandler snúa aftur í hlutverk golfarans ástsæla, Happy Gilmore, klæddur í hokký-treyju, Adidas-buxur og í stóra klossa. Hann tekur golfsveiflu með tilhlaupi eins og honum einum er lagið og fagnar á sinn einstaka hátt, með því hlaupa um á golfkylfunni líkt og hann sé á hestbaki. View this post on Instagram A post shared by Adam Sandler (@adamsandler) Upprunalega myndin sem er frá 1996 fjallar um skapstóran og að því er virðist nokkuð vonlausan hokkíleikmann sem leggur skautana á hilluna vegna fjárhagsvandræða ömmu sinnar og færir sig yfir í golf með góðum árangri. Nýja myndin mun hreinlega bera titilinn Happy Gilmore 2. Í kitlunni sést Julie Bowen snúa aftur í hlutverki sínu sem Virgina Venit, ástarviðfang aðalsöguhetjunnar. Og þá snýr Christopher McDonald aftur sem erkióvinur Gilmore, Shooter McGavin. Gilmore og McGavin sjást mætast í kirkjugarði við gröf sem er merkt „Peterson“, en gera má ráð fyrir því að þar liggi Derick „Chubbs“ Peterson þjálfari Gilmore, sem Carl heitinn Weathers lék. Einnig sést glytta í leikstjóra fyrri myndarinnar, Dennis Dugan, en hann lék mótsstjóra golfmótsins sem myndin hverfist að miklu leyti um. Þar að auki sést í stórstjörnur á borð við íþróttamanninn Travis Kelce og Bad Bunny. Þá er líka talið að rapparinn Eminem muni fara með hlutverk í myndinni, sem og leikararnir Margaret Qualley og Nick Swardson. Ekki nóg með það heldur er búist við því að Ben Stiller muni snúa aftur, en hann lék hinn eftirminnilega Hal, ömurlegan starfsmann hjúkrunarheimilis aldraðra. Hollywood Bíó og sjónvarp Golf Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Í þessari kitlu sést Sandler snúa aftur í hlutverk golfarans ástsæla, Happy Gilmore, klæddur í hokký-treyju, Adidas-buxur og í stóra klossa. Hann tekur golfsveiflu með tilhlaupi eins og honum einum er lagið og fagnar á sinn einstaka hátt, með því hlaupa um á golfkylfunni líkt og hann sé á hestbaki. View this post on Instagram A post shared by Adam Sandler (@adamsandler) Upprunalega myndin sem er frá 1996 fjallar um skapstóran og að því er virðist nokkuð vonlausan hokkíleikmann sem leggur skautana á hilluna vegna fjárhagsvandræða ömmu sinnar og færir sig yfir í golf með góðum árangri. Nýja myndin mun hreinlega bera titilinn Happy Gilmore 2. Í kitlunni sést Julie Bowen snúa aftur í hlutverki sínu sem Virgina Venit, ástarviðfang aðalsöguhetjunnar. Og þá snýr Christopher McDonald aftur sem erkióvinur Gilmore, Shooter McGavin. Gilmore og McGavin sjást mætast í kirkjugarði við gröf sem er merkt „Peterson“, en gera má ráð fyrir því að þar liggi Derick „Chubbs“ Peterson þjálfari Gilmore, sem Carl heitinn Weathers lék. Einnig sést glytta í leikstjóra fyrri myndarinnar, Dennis Dugan, en hann lék mótsstjóra golfmótsins sem myndin hverfist að miklu leyti um. Þar að auki sést í stórstjörnur á borð við íþróttamanninn Travis Kelce og Bad Bunny. Þá er líka talið að rapparinn Eminem muni fara með hlutverk í myndinni, sem og leikararnir Margaret Qualley og Nick Swardson. Ekki nóg með það heldur er búist við því að Ben Stiller muni snúa aftur, en hann lék hinn eftirminnilega Hal, ömurlegan starfsmann hjúkrunarheimilis aldraðra.
Hollywood Bíó og sjónvarp Golf Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira