Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 17:25 Villa-menn lentu í slæmum skelli á St. James Park. Stu Forster/Getty Images Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var í tómum vandræðum á St. James Park. Heimamenn Newcastle voru komnir yfir eftir aðeins eina og hálfa mínútu. Joelinton átti þá gott hlaup upp miðsvæðið, losaði boltann svo til vinstri Anthony Gordon sem skoraði með stórkostlegu hægri fótar skoti fyrir utan teig. Joelinton lagði upp fyrsta og skoraði þriðja markið.Ian MacNicol/Getty Images Þeir héldu áfram að vaða í færum og vont átti eftir að versna fyrir Aston Villa því þeirra helsta sóknarógn, Jhon Duran, var rekinn af velli eftir rétt rúman hálftíma fyrir að stíga viljandi á varnarmanninn Fabian Schar. Jhon Duran steig á Fabian Schar og fékk rautt spjald.Ian MacNicol/Getty Images Newcastle var algjörlega með yfirhöndina en tvöfaldaði ekki forystuna fyrr en í seinni hálfleik. Bruno Guimares gaf góða sendingu inn fyrir vörnina á Jacob Murphy og hann lagði til hliðar á Alexander Isak sem kláraði auðvelt færi. Joelinton átti svo eftir að bæta marki við áður en yfir stóð. Einhliða leiknum lauk með 3-0 sigri Newcastle, sem kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar. Aston Villa er aðeins einu stigi á eftir en í níunda sæti. Lesa má um aðra leiki sem fóru fram síðdegis: Chelsea og Fulham hér og Nott. Forest og Tottenham hér, sem og hádegisleik Manchester City og Everton hér. Southampton tapaði á móti West Ham í mjög fjörugum leik sem sá sex skot á markið í fyrri hálfleik en ekkert mark. Seinni hálfleikur hafði hins vegar farið rólega af stað og ekki séð eitt einasta skot þegar ísinn var brotinn af Jarrod Bowen á 59. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu og eftir smá skallatennis í teignum datt boltinn fyrir Bowen sem potaði honum yfir línuna. Lokaniðurstaðan 0-1, stigin þrjú komu West Ham upp í þrettánda sæti. Fleiri mörk litu hins vegar ekki dagsins ljós í og tap varð niðurstaðan í fyrsta leik botnliðsins Southampton undir stjórn króatans Ivan Juric. Bournemouth og Crystal Palace mættust einnig síðdegis og gerðu markalaust jafntefli sín á milli. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað en eftir rúmar tuttugu mínútur tóku liðin við sér og fóru að ógna. Heimamenn sköpuðu sér örlítið hættulegri færi en hvorugt lið kom marki að. Isamaila Sarr hélt að hann hefði unnið leikinn í seinni hálfleik fyrir Crystal Palace, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann bjargaði svo á eigin marklínu skömmu síðar. Bournemouth er í sjötta sæti og tók aftur einu stigi fram úr Manchester City. West Ham er í þrettánda sæti með 23 stig. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var í tómum vandræðum á St. James Park. Heimamenn Newcastle voru komnir yfir eftir aðeins eina og hálfa mínútu. Joelinton átti þá gott hlaup upp miðsvæðið, losaði boltann svo til vinstri Anthony Gordon sem skoraði með stórkostlegu hægri fótar skoti fyrir utan teig. Joelinton lagði upp fyrsta og skoraði þriðja markið.Ian MacNicol/Getty Images Þeir héldu áfram að vaða í færum og vont átti eftir að versna fyrir Aston Villa því þeirra helsta sóknarógn, Jhon Duran, var rekinn af velli eftir rétt rúman hálftíma fyrir að stíga viljandi á varnarmanninn Fabian Schar. Jhon Duran steig á Fabian Schar og fékk rautt spjald.Ian MacNicol/Getty Images Newcastle var algjörlega með yfirhöndina en tvöfaldaði ekki forystuna fyrr en í seinni hálfleik. Bruno Guimares gaf góða sendingu inn fyrir vörnina á Jacob Murphy og hann lagði til hliðar á Alexander Isak sem kláraði auðvelt færi. Joelinton átti svo eftir að bæta marki við áður en yfir stóð. Einhliða leiknum lauk með 3-0 sigri Newcastle, sem kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar. Aston Villa er aðeins einu stigi á eftir en í níunda sæti. Lesa má um aðra leiki sem fóru fram síðdegis: Chelsea og Fulham hér og Nott. Forest og Tottenham hér, sem og hádegisleik Manchester City og Everton hér. Southampton tapaði á móti West Ham í mjög fjörugum leik sem sá sex skot á markið í fyrri hálfleik en ekkert mark. Seinni hálfleikur hafði hins vegar farið rólega af stað og ekki séð eitt einasta skot þegar ísinn var brotinn af Jarrod Bowen á 59. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu og eftir smá skallatennis í teignum datt boltinn fyrir Bowen sem potaði honum yfir línuna. Lokaniðurstaðan 0-1, stigin þrjú komu West Ham upp í þrettánda sæti. Fleiri mörk litu hins vegar ekki dagsins ljós í og tap varð niðurstaðan í fyrsta leik botnliðsins Southampton undir stjórn króatans Ivan Juric. Bournemouth og Crystal Palace mættust einnig síðdegis og gerðu markalaust jafntefli sín á milli. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað en eftir rúmar tuttugu mínútur tóku liðin við sér og fóru að ógna. Heimamenn sköpuðu sér örlítið hættulegri færi en hvorugt lið kom marki að. Isamaila Sarr hélt að hann hefði unnið leikinn í seinni hálfleik fyrir Crystal Palace, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann bjargaði svo á eigin marklínu skömmu síðar. Bournemouth er í sjötta sæti og tók aftur einu stigi fram úr Manchester City. West Ham er í þrettánda sæti með 23 stig.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira