Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2024 13:32 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir ásókn í viðtalstíma hafa aukist mjög. Vísir/Einar Það var rólegt í kvennaathvarfinu á aðfangadagskvöld en mikil aðsókn hefur verið í viðtalstíma athvarfsins allan mánuðinn. Framkvæmdastýran segir húsnæðið ekki anna eftirspurn og því sé beðið með eftirvæntingu eftir nýju húsi. „Aðsóknin var ansi mikil í desember, mikið sótt í viðtalsþjónustuna til dæmis og við þurftum að bæta við dögum. Á aðfangadagskvöld var mjög rólegt í athvarfinu. Þetta er alltaf frekar ófyrirsjáanlegt hvernig er hjá okkur,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að ásókn hafi mest aukist í viðtalsþjónustuna. „Athvarfið siglir frekar jafnt í gengum árin en aðsóknin í viðtalsþjónustuna er alltaf að aukast en því miður vegna húsnæðis þá höfum við ekki getað stækkað hana neitt mikið, þannig að við erum að veita svipað mörg viðtöl í ár eins og í fyrra,“ segir Linda. „Um leið og við flytjum í nýtt athvarf, sem við erum að byggja núna, þá sjáum við fram á að geta boðið upp á aukna viðtalsþjónustu. Þá verðum við með fleiri rými. Við finnum það að það eru fleiri konur að sækjast í að koma í viðtöl, sem eru ekki að koma í dvöl en vilja fá ráðgjöf.“ Náðu að koma konum fyrir í íbúðum Komið hafa jól þar sem athvarfið hefur verði troðfullt. „Og það er alltaf mjög hátíðlegt í athvarfinu, sama hversu margar eru. Við höldum alltaf mjög hátíðleg jól og er með jólatré og allt það.“ Nú hafi tekist að koma flestum þeim sem voru í athvarfin fyrir í búsetubrúnni. „Sem eru íbúðir sem við eigum sem konur geta stundum farið í eftir að hafa verið hjá okkur í athvarfinu og það voru nokkrar konur og börn, sem við náðum að færa úr athvarfinu í búsetubrú fyrir jólin þannig að þau gátu haldið sín eigin jól,“ segir Linda. „Þá erum við að setja svolítið kraftana í að aðstoða þær konur líka. Þetta er mjög oft erfitt, þó þú sért kominn út úr ofbeldinu að koma undir þig fótunum og að koma þér af stað aftur út í lífið. Þannig að við höfum verið að setja líka töluverðan kraft í að aðstoða þær konur og börnin sem þar búa.“ Kvennaathvarfið Jól Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Aðsóknin var ansi mikil í desember, mikið sótt í viðtalsþjónustuna til dæmis og við þurftum að bæta við dögum. Á aðfangadagskvöld var mjög rólegt í athvarfinu. Þetta er alltaf frekar ófyrirsjáanlegt hvernig er hjá okkur,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að ásókn hafi mest aukist í viðtalsþjónustuna. „Athvarfið siglir frekar jafnt í gengum árin en aðsóknin í viðtalsþjónustuna er alltaf að aukast en því miður vegna húsnæðis þá höfum við ekki getað stækkað hana neitt mikið, þannig að við erum að veita svipað mörg viðtöl í ár eins og í fyrra,“ segir Linda. „Um leið og við flytjum í nýtt athvarf, sem við erum að byggja núna, þá sjáum við fram á að geta boðið upp á aukna viðtalsþjónustu. Þá verðum við með fleiri rými. Við finnum það að það eru fleiri konur að sækjast í að koma í viðtöl, sem eru ekki að koma í dvöl en vilja fá ráðgjöf.“ Náðu að koma konum fyrir í íbúðum Komið hafa jól þar sem athvarfið hefur verði troðfullt. „Og það er alltaf mjög hátíðlegt í athvarfinu, sama hversu margar eru. Við höldum alltaf mjög hátíðleg jól og er með jólatré og allt það.“ Nú hafi tekist að koma flestum þeim sem voru í athvarfin fyrir í búsetubrúnni. „Sem eru íbúðir sem við eigum sem konur geta stundum farið í eftir að hafa verið hjá okkur í athvarfinu og það voru nokkrar konur og börn, sem við náðum að færa úr athvarfinu í búsetubrú fyrir jólin þannig að þau gátu haldið sín eigin jól,“ segir Linda. „Þá erum við að setja svolítið kraftana í að aðstoða þær konur líka. Þetta er mjög oft erfitt, þó þú sért kominn út úr ofbeldinu að koma undir þig fótunum og að koma þér af stað aftur út í lífið. Þannig að við höfum verið að setja líka töluverðan kraft í að aðstoða þær konur og börnin sem þar búa.“
Kvennaathvarfið Jól Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira