Þeir feðgar hafa spilað vel á mótinu og eru á leið í bráðabana gegn Langer feðgum þegar þetta er skrifað. Charlie hefur spilað mjög vel en toppaði sig þó algerlega í dag þegar hann fór holu í höggi á par þrír holu. Hann sló boltann 160 metra með sjö járni sem skoppaði létt á flötinni og svo beinustu leið ofan í holuna.
Charlie Woods just made his first ever hole-in-one!!
— PGA TOUR (@PGATOUR) December 22, 2024
📺: GOLF Channel pic.twitter.com/yEvN3HuYWP
Þetta er í fimmta sinn sem þeir feðgar keppa saman á mótinu en þeir hafa best náð öðru sæti sem var árið 2021. Tiger hefur verið mikið frá vegna bakmeiðsla og er að keppa á sínu fyrsta opinbera móti síðan hann tók þátt í breska meistarmótinu í júlí.